Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 233
233
orðið til fyrir 67 eða áður en Lúkas kynntist Marlc., þá hefði
hann látið Mark. lialda sér enn betur í samfelldum köflum.
Hann myndi hafa farið með það eins og elztu heimildir sin-
ar. Einmitt þetta sýnir aðalveiluna í röksemdafærslu Street-
ers fyrir tilgátu hans um Frum-Lúkasarguðspjall.
Tilgátan kemur einnig illa heim við formála Lúkasar,
því að þá hefði hann sjálfur átt að vera einn þeirra fjrrir-
rennara, sem hefðu tekið sér fyrir hendur að færa guðspjails-
frásögu í letur.1) »
Þá sést það við nákvæman samanburð á Markúsarheim-
ildinni í Lúk. við Ri, R2 og L, að hún er fremur sögulega
uppistaðan í guðspjallinu heldur en þær.
Önnur rök Streeters2) standa einnig ótraustum fótum.
Fyrstu versin í 3. kap. Lúk. væru að vísu eðlilegt bókar-
upphaf, en þau geta alveg eins og engu síður staðið við
þáttaskipti í sömu hók. Og þáttaskipti eru hér í guðspjallinu
eins glögg og á verður kosið. Rernskusaga og æskusaga Jesú
er á enda, en frásögn hefst um allsherjar starf hans fyrir
guðsríki á manndómsárum. Auk þess skiptir alveg um lieim-
ildir. Sérheimild Lúkasar um bernsku Jesú3) er á enda. En
liún er ólík öllu því, er á eftir kemur, ekki aðeins að efni,
heldur einnig orðfæri, þannig að auðséð er, að Lúkas lofar
henni að halda sér óbreyttri að mestu eða öllu. Því er það
skiljanlegt, að ekki skuli vera nánar tiltekinn en svo tíminn,
er Jóliannes og Jesús fæddust, að það hafi verið „á dögum
Heródesar konungs í Júdeu“. í upphafi 3. kap. kemur Lúkas
sjálfur með sína sexföldu tímaákvörðun og lætur þess gelið,
að Jesús liafi verið hér um hil þrítugur að aldri, þegar liann
byrjaði að flytja fagnaðarerindi sitt; er þá fæðingarárial
hans einnig nokkurn veginn ákveðið, svo að engin nauðsyn
var á að koma með margfalda tímaákvörðun til þess að af-
marka það. Ennfremur lítur út fyrir það, að hin miklu alda-
hvörf liafi orðið þá í augum Lúkasar, er Jesús var skírður
og hóf kenningu sína. Hefir þá Lúlcasi farið líkt og Markúsi,
er byrjar guðspjall sitt á frásögninni um það. En jafnvel
þótt skoðun Streeters væri rétt, að Lúk. 3, 1 nn væri upp-
1) Lvder Brun bendir á þetta (Lukas-Evangeliet, bls. 601) og bætir svo við
um kenningu Streeters: „Denne antagelse förer ogsá langt ut over grensen
for hvad der med sannsynlighet kan formodes, og setter cn regning med
ukjente störrelser isteden for de slutninger, som vi ut fra Mlt-ev — en for
oss kjent og utvilsom virkelighet — ledes til“.
2) Sbr. bls. 78—79.
3) Sbr. bls. 234—237.
30