Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 235
235
Markúsar, er hann skrifar, að það sé upphaf (ágx>']) fagn-
aðarboðskaparins um Jesú Krist, að Jóhannes kom fram og
Jesús var skírður af honum (sbr. einnig Post. 1, 21 n). Af
þessu má þó ekki draga þá ályktun, að bernskufrásögun-
um liljóti að hafa verið hætt seinna inn í guðspjallið af
öðrum manni. Þess finnst hvergi neinn vottur í handritum
né tilvitnunum, nema Markíon hefir þær ekki. En liann fellir
úr Lúk. eftir því sem honum virðist hezt henta trúsiieki-
stefnu sinni, svo að á þessu er ekki mark takandi. Enda má
leiða rök að því, að sögurnar hafa staðið í Fjögraguðspjalla-
riti Tatíans.
Annað mælir einnig sterklega með því, að Lúkas hafi fellt
þessar sögur inn í upphaf guðspjalls síns, líkt eins og höf.
Matt. fyrir sitt leyti liefir bernskusögur um Jesú fremst í
sínu guðspjalli. Stíll lians og orðalag kemur fram í ýmsum
setningum í þeim, að því er margir fræðimenn telja,1) aðal-
lega þeim, er tengja einstakar sögur saman, t. d. 1, 24, 39,
56 n; 2, 1, 20, 39, 41.
Þessvegna virðist ekki vera nema um tvennt að ræða. Ann-
aðhvort hefir Lúkas samið sögurnar sjálfur úr þeim drög-
um, sem hann hefir safnað, -— ellegar hann hefir skrifað
þær heinlínis eftir sögumönnunum eða fengið þær í rituðum
heimildum.
Hið fyrra er ósennilegt, því að þá ætti málfar Lúkasar að
koma skýrar fram, jafn skýrt og annarsstaðar á sérefnis-
köflum guðspjallsins. En á það vantar mikið. Frásögurnar
minna að orðalagi á ýmsar ágætustu sögur Gamla testa-
mentisins, einkum á Dóm. 13 (Simson) og 1. Sam. 1—3
(Samúel), og hera vitni um svipaða frásagnarlist og frá-
sagnargleði og þar hirtist. Þeir sem telja Lúkas höfund að
bernskufrásögunum skýra þetla á þann hátt, að liann hafi
verið nákunnugur Sjötíumannaþýðingunni2) og þessvegna
fær um það, þar sem hann var hámenntaður maður, að
lifa sig inn í hugarheim hennar og ná stíl hennar og blæ.
En móti því mælir það, hve skýr aramaiskusvipur og he-
hresku er á köflunum og þýðingarblær vfir, má jafnvel
benda á þýðingarskekkjur (2, 11). Ennfremur skortir mjög
á það, að sami lieildarsvipur sé á köflunum, og erfitt er a.
1) MefSal annara Jóhannes Weisz, sbr. Schriften d. N. T„ I. bls. 397, og
M. Dibelius: Formgeschichte, bls. 120.
2) Hann hefir verið lienni handgengnastur allra guðspjallamannanna. Þrlr
fjórðu hlutar orðaforðans, seni hann hefir einn þeirra, eru i LXX.