Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 236
236
jn. k. að hugsa sér, að Lúkas hafi ort ljóðin, sem inn í þá
eru felld. Sálmar eins og Magnificat (1, 46—55) og Bene-
dictus (1, 68—79) geta ekki verið frumortir á grísku.1)
Að hinu liníga aftur á móti sterk rök, að sögurnar hafi
mótazt í þessu formi í söfnuðum Gyðingalands og Lúkas látið
þær halda sér sem mest. Sjóndeildarhringur Gyðingalands
blasir við í frásögnunum (shr. einkum 1, 65), og þær eru
bersýnilega ætlaðar Gyðingum. Lesendunum eða heyrendun-
um er ætlað að vita um prestaflokkana, þjónustu þeirra við
musterið og reykelsisfórnina, um fjallhyggðina og' Júdahorg-
ina, þar sem foreldrar Jóliannesar eiga heima. Barnleysi
er talin hneisa. Foreldrum Jóhannesar er lýst þannig, að sið-
gæðishugsjón Gyðinga kemur í ljós: „Voru þau hæði rétt-
lát fyrir Guði og lifðu óaðfinnanlega eftir öllum hoðum og
skipunum drottins“ (1, 6). Sama er um lýsinguna á Símoni
og Önnu spálconu Fanúelsdóttur af ætt Assers. Engillinn
boðar fæðingu Jesú m. a. með þessum orðum: „Drottinn Guð
jnun gefa honum liásæti Davíðs föður lians, og hann mun
ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu“. „Guð hefir vitjað lýðs sins“
(þ. e. ísraels), segir Sakaría faðir Jóhannesar, veitt „frels-
un frá óvinum vorum og úr liöndum allra, er liata oss“. Og
lofsöngur Símonar endar á því, að lijálpræði Messíasar verði
til vegsemdar Israel. Allt er þetta orðalag liarla ólíkt því,
sem ætla mætti Lúkasi, lærisveini Páls, og yfirleitt liellensk-
um mönnum. Áhuginn á þvi að lýsa nákvæmlega athurðum
í sambandi við fæðingu Jóhannesar bendir einnig til Gyð-
ingalands. Kristnaða lieiðingja varðaði aðeins um Jóliannes
að því leyti sem liann var fyrirrennari Jesú, enda kemur
það sjónarmið glögglega fram í uppliafi Mark.
Jóhannesarsögurnar munu eiga rót sína að rekja til læri-
sveina Jóliannesar og þeirrar lireyfingar, sem hann vakti
á Suður-Gyðingalandi. Þær eru í raun og veru gyðinglegar
fremur en kristilegar. Dónmr kristinna manna um Jóhannes
kemur ekki í ljós. Afstöðu hans til Jesú er ekki lýst, livorki
því að hann sé fyrirrennari hans né honum minni. Það myndi
ekki dyljast, ef sögurnar væru upphaflega runnar frá kristn-
um mönnum.
1) Sbr. C. C. Torrey: The Translations made from the Original Aramaic
Gospels, hls. 290 nn, og Streeter: The Four Gospels, bls. 2G7: „Enginn, sem
hugsaði á grísku, myndi hafa getað ort: „Hann hefir máttarverk unnið með
armlegg sinum“, eða: „Hann hefir reist oss liorn bjálpræðis".