Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 237
237
Þó er muninum á Jóhannesi og Jesú lýst óbeinlínis með
þvi, hvernig æskusögunum um þá er raðað saman:
Boðuð fæðing Jóhannesar 1, Boðuð fæðing Jesú 1, 26—38.
5—25.
Fundur Elísabetar og Maríu 1, 39—56.
Fæðing Jóhannesar og um- Fæðing Jesú og umskurn 2,
skurn 1, 57—80. 1—39.
Jesús 12 ára 2, 40—52.
Niðurlag sagnanna um bvorn þeirra um sig er fáorð lýs-
ing á þroska þeirra.
Undursamlegur stígandi er í frásögunni allri. Jóbannes er
eins og morgunstjarna í austri, en Jesús bin „sanna dag-
stjarna“, sólin sjálf, sem slær gullnum árroða á Júdeufjöll
og veröld alla.
Þetta fagnaðarerindi um Jesú Krist, „fagnaðarerindið á
undan fagnaðarerindinu“, bafa fræðimenn löngum talið
flutt í fj’rstu af Maríu móður Jesú og vísi til þess orðin: „Og
móðir bans geymdi öll þessi orð í hjarta sínu“; en nú eru
þeir miklu færri, sem því halda fram, því að frásagan um
Maríu (og bræður Jesú) í Mark. 3, 20 n, 31—35 er í mótsögn
við það. En vel má vera, að konur hafi sagt þessar sögur
fyrstar manna, og virðast þeir fræðimenn1) bafa nokkuð til
síns máls, sem telja þær sagðar frá sjónarmiði kvenna.
Það eru kristnu söfnuðirnir í Gvðingalandi, sem sögurnar
mótast hjá. Frá þeim er sagt við guðsþjónuslurnar og þær
prýddar fegurstu ljóðum.2) Og þær verða enn dýrðlegri við
samanburðinn við Jóhannesarsögurnar.
Lúkas hefir baft ærið tækifæri til þess að kynnast þeim í
Sesareu og annarsstaðar á Gj’ðingalandi á árunum 58—60,
er bann safnaði miklu sérefni til guðspjalls síns. Af þeirri
ástæðu er það einnig sennilegast, að hann bafi þegar liaft þær
í upphafi guðspjallsins, er bann samdi það, en eklci skevtt
þeim síðar framan við.
1) T. d. Th. Zahn og .4. Plummer.
2) Lofsöngurinn til Mariu (sbr. 1, 28 b—38), hefir varðveitzt frá fornöld
á Egiptalandi, ritaður á leirhrot, en texti er nokkuð brjálaður, svo að ekki er
ástæða til að taka hann fram vfir texta Lúkasarguðspjalls.