Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 238
MATTEUSARGUÐSPJALL
Ytri vitnisburðir.
í Vatíkanshandritinu (B), sem er frá 4. öld og að líkind-
um elzta griska handritið af Biblíunni, standa sem vfir-
skrift og undirskrift Matteusarguðspjalls orðin: KATA
MA&GAION, þ. e. eftir Matteusi. Sami titill hefir einnig
verið tengdur við önnur handrit af því, grísk og latnesk, og
má rekja aftur til 2. aldar ofanverðrar.
Um árið 185 skrifar íreneus svo í riti sínu gegn villutrúar-
mönnum: „En Matteus lct einnig, er liann dvaldi meðal
Hehrea, frá sér fara guðspjallsrit á þeirra tungu, fluttu þá
Pétur og Páll fagnaðarerindið í Róm og lögðu undirstöðuna
að kirkjunni.* 1*1) Með orðinu „Hebreum“ á liann við Gvðinga,
sem tala aramaisku (sbr. Post. 6, 1; 2. Kor. 11, 22; Fil. 3, 5),
og lítur hann þvi svo á, sem Matteus hafi skrifað guðspjall
sitt á aramaisku. Þrátt fyrir þetta er þó engin ástæða til að
efa, að hann eigi við sama guðspjallið, sem menn þekktu þá
á grísku og titillinn „Eftir Matteusi“ var tengdur við. Seinna
í riti sínu skrifar Ireneus, að fjögur guðspjöll aðeins liafi
hlotið viðurkenningu kirkjunnar og muni það vera vilji
Guðs, að þau séu ekki fleiri, eins og áttirnar séu fjórar og
vindarnir. Um svipað lejdi ritar Tertúllían, að guðspjöllin
séu fjögur, tvö eftir postula og tvö eftir lærisveina postula.-)
Og í skrá Múratórís um rit Nýja testam. er Lúkasarguðspjall
talið þriðja guðspjallið i röðinni, og má ætla, að í línunni
næstu á undan, sem glatazt hefir, liafi staðið nöfn Matt.
og Mark.
Það mun því öruggt mega telja, að fornkirkjan liafi litið
svo á alll frá þessum árum, að þetta guðspjall, eitt af hin-
l) '0 fiev ðij Mazdaíog év zoig 'Efinaíoig zfj iðía avzcöv ðialÉy.zto y.al ynaifijv
étgfjveyxev evayyeUov, zov Ilézoov y.ai zov IlavXov év 'Pcojqj evayyeh^ojiévcov xai
ðejiehovvzcúv zijv éxxhjoíav.
1) Adv. Mark. IV, 2, 5.