Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 239
239
um fjórum kanónisku guðspjöllum, hafi verið samið uf
Matteusi, „sem eitt sinn var tollheimtumaður og síðar posluli
Jesú Krists“, eins og Órígenes komst að orði.1)
En til er enn um guðspjallið einn eldri vitnisburður, sem
áður hefir verið getið,2) vitnisburður Papíasar biskups í
Híerapólis, og skiptir hann hér langmestu máli. Má gera
ráð fjrrir því, að erfikenning kirkjunnar um Matteusar-
guðspjall eigi að meira eða minna leyti rót sína að rekja til
hans. Skal liann þvi sérstaklega tekinn til athugunar:
„En Maiteus setti saman „orðin" á hebresku, en lwer lagði
þau út eftir því, sem hann var til þess fær“.
Hvernig á að skilja þennan vitnisburð Papíasar?3 4)
Hvað á hann við með „orðúnum“, „rá }.6yia“?
Þeirri sinirningu svara vísindamennirnir aðallega á 3 vegu.
1. Heitið „Orðin“ getur verið liaft um fleira en ræður. Þau
geta einnig táknað sögulegt efni og má finna þess greinileg-
an vott hjá Papíasi.1) Hann hefir orðið Áóyta um Mark., og rit
hans „Skýring orða drottins", „Kvgtay.œv Áoyiœv eljijyeois“,
liefir lotið að guðspjallsfrásögunni i heild sinni. Það er ljóst
af brotum úr því, sem aðrir rithöfundar hafa tekið upp,
þótt ritið sjálft sé löngu glatað. En af því leiðir, að þessi
málsgrein um „orðin“ muni eiga við Matteusarguðspjall allt.
Hún er samhljóða vitnisburði íreneusar. Með öðrum orðum:
Erfikenningu kirkjunnar um það, að Matteus postuli liafi
samið þetta guðspjallsrit, má enn rekja áratugi aftur í
tímann.
2. „Orðin“ hljóta að eiga við um styttra rit en Matteusar-
guðspjall allt. Það sýnir viðbótin: „Hver lagði þau út eftir
því, sem liann var til þess fær“. Orð Jesú og ræður eru höfð
í huga, en ekki frásagnaröð um athurði. Logía þýðir spak-
mæli, og táknuðu Gyðingar með heitinu guðinnblásin orð,
1) Sbr. Evs. Hist. eccl. VI, 25, 4.
2) Sbr. bls. 40.
3) Sú skoðun hefir verið sett fram á síðustu árurn, að ]>essi Matteus, sem
guðspjaliið hefir verið cignað, hafi alls ekki verið postuli eða einn af hin-
um tólf, enda hafi Matteusarnafnið verið mjög algengt á Gyðingalandi á
dögum Jesú. Er ]>á jafnframt skírskotað til skoðunar Órigenesar á ]>vi, að
Leví og Matteus hafi ekki verið sami maður (sbr. B. W. Bacon: Studies in
Matthew 1930. Bls. 37—49). Þvi verður nú að vísu ekki neitað, að fullar
sannanir bresti á það, að Levi og Malteus séu sami maðurinn, en hvað sem
]>vi liður, er Matteus talinn einn liinna tólf postula i Matt. 10, 3, og erfi-
kenning kirkjunnar hefir vafalaust komizt að sennilegustu niðurstöðunni,
er hún hefir ályktað, að Papías œtti við Matteus postula.
4) Sbr. bls. 67.