Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 241
241
dætur Filippusar trúboða, sumar þeirra liöfðu látizt í Híera-
polis og voru jarðaðar þar hjá föður sínum. Hann þekkti
jafnvel tvo menn, sem liann telur hafa verið lærisveina
Jesú sjálfs, þá Aristíon og Jóhannes safnaðaröldung. Hann
hafði yfirleitt ágæta aðstöðu til þess að fá að vita glögg
deili á því, er honum þótti miklu skipta um elztu rit kristn-
innar. En þrátt fyrir þetta er það alkunna, að honum skeikar
stundum í dómum. Margir fræðimenn ætla, að hann sæki
vitneskju sína um Matt. til Jóhannesar safnaðaröldungs, eins
og vitneskjuna um Mark. Sú skoðun er þó reist í lausu lofti.
Þvi að engar líkur eru fyrir þvi, að ummæli Papíasar um
Matt. og Mark. hafi staðið saman í riti hans, þótt þau séu
tilfærð á sama stað í Kirkjusögu Evsehíusar.
Það sem úrslitum d að ráða í þessu sambandi er það, hvort
dómur Papíasar þannig skilinn, að hann eigi við Matteusar-
guðspjall vort, kemur heim við guðspjallið sjálft.
Þeirri spurningu svarar Th. Zalin játandi og sá flokkur,
sem liefir skipað sér undir merki hans. Kenning þeirra er í
sem fæstum orðum á þessa leið:
Þegar Papías skrifar um Matt. í „Skýringu orða drott-
ins“, þá minnist hann guðspjalls á aramaisku, sem kristn-
aðir Hebrear í dreifingunni varðveittu. Það var lesið upp
á safnaðarsamkomunum, og vegna liellenskra manna, sem
sóttu þær, har nauðsyn til þess, að það væri jafnframt þýtt
munnlega á gríska tungu. Þá þýðingu önnuðust Gyðingar,
því að þeir einir skildu aramaiskuna, hver þeirra lagði út
„orðin“ eftir þvi sem hann var til þess fær. En þegar fram
liðu stundir, urðu menn óánægðir með þetta fyrirkomulag,
því að þýðendurnir reyndust misjafnlega vaxnir þessu starfi
og kristnaðir lieiðingjar með hellenskri menntun höfðu ekki
ritsins full not. Þessvegna varð hnigið að því ráði, að þýða
það allt skriflega á grísku, og þannig eignaðist öll kristnin
Matleusarguðspjall í þeirri mynd, sem vér eigum það nú.
Það hreiddist út skjótt, eins og sjá má af ritum Markíons,
Jústínusar píslarvotts og margra fleiri um miðbik 2. aldar.
En jafnframt tók frumguðspjallsins aramaiska að gæta
minna og minna. Það hlaut að víkja fyrir þýðingunni og
glataðist fyrr en varði. Evsebíus kirkjufaðir segir þó frá
því, að kristinn kennari i Alexandríu, Pantænus að nafni,
hafi fundið Matt. á aramaisku um 180 hjá kristnuðum Gyð-
ingum, sunnarlega í Arabíu, að því er virðist. Hafi Bartol-
ómeus postuli flutt þeim það jafnframt því, er hann boðaði
31