Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 243
243
guðspjallamennirnir hafa ef til vill talið honum litla virð-
ingu sýnda með því að nefna fvrri stöðu hans, en hann
sjálfur einmitt viljað láta það koma fram, hvernig Jesús
hóf hann úr fyrirlitinni stöðu til fylgdar við sig. í Mark.
(3, 18) og Lúk. (6, 15) er hann nefndur næstur á undan
Tómasi, en í Matt. næstur á eftir honum.1)
Gegn þessum rökum er svo teflt ýmsum öðrum, misjafn-
lega þungvægum:
1. Það er óeðlilegt sjónarvotti, að raða saman í langa kafla
orðum, sem Jesús sagði við allskonar tækifæri, eða atburðum,
er gerðust á ýmsum tímum í lífi hans. En þetta gerir guð-
spjallamaðurinn. Hann tilfærir meira að segja stundum
tvisvar og í ólíku samhengi orð, sem Jesús segir við eitt-
livert eitt ákveðið tækifæri, sbr. 5, 29 n ^ 18, 8; 5, 32 ^ 19,
9; 10, 38 # 16, 24; 10, 39 ^ 16, 25; 12, 39 ^ 16, 4; 17, 20
21, 21. Matteus hefði rakið æfiferil Jesú eftir því, sem
hann lifði með honum. — Sambærilegar frásagnir læri-
sveina um meistara þeirra sýna þó, að þetta er hugsanlegt.
2. Einn af hinum tólf myndi hafa sagt rétt frá dánardegi
Jesú og kvöldinu, er hann neytti síðustu máltíðarinnar með
lærisveinum sínum. — En þess er að gæta, að ekki er bein-
línis sannað, að liér sé um villu að ræða,2) og þótt svo væri,
þá væri liún engu furðulegri í Matt. en í Mark., „endurminn-
ingum Péturs“. Síðasta máltíð Jesú með lærisveinum hans
var páskamáltíð í augum þeirra jafnt, livort sem hún var
haldin 13. eða 14. Nísan.
3. Lærisveinn Jesú, er fylgir honum að staðaldri, þræðir
ekki svo mjög erfikenningu annara, sem guðspjallamaður-
inn gerir. Það er óhugsandi, að postuli reki þannig viðhurði
eftir heimild annars. Slíkt stríðir á móti öllu, sem menn vita
um eðli heimilda. Sjónarvottar rekja hver með sínu móti,
söguþráðurinn verður hvorki liinn sami hjá þeim né blær
frásagnarinnar. Maður, sem hefði verið með Jesú starfstíma
hans, myndi ekki hafa einskorðað sig svo við erfikenning-
una, allra sízt þegar erfikenningin var á lakari grísku -en
hann sjálfur skrifaði (sbr. Mark. og Matt.3) — En þetta er
1) Sbr. Torm: Indledn., bls. 96—97. Nolckrar likur eru til þess, að Matteus
hafi verið elztur postulanna, þvi að jafnábvrgðarmikið starf fjárhagslega og
tollheimta í Kapernaum hefði ekki verið falið nema ráðnum og reyndum
manni.
2) Sbr. bls. 153—154.
3) Sbr. bls. 30—31.