Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 247
247
Aftur á móti gæti það vel samrýmzt orðum hans, að ara-
maiska heimildin (R;,) eða nokkur hluti liennar,1) væriLogía.
Hún er stutt og mismunur hennar í Lúk. og Matt. sýnir, hve
misjafnlega liún hefir verið þýdd. Rökin, sem hafa verið borin
fram gegn þeirri skoðun, eru ekki lieldur veigamikil. Annars-
vegar er það talið óhugsandi, að Matteus skyldi ekki skrifa
fleiri af orðum Jesú, þar sem hann átti svo milda auðlegð
af að taka. En svo hefir einnig verið um alla hina, sem rituðu
smá orðasöfn, að þeir báru ekki fram með þeim liætti nema
brot af því, sem þeir vissu. Það er fánýtt að spyrja um það,
liversvegna hin eða þessi orð hafi ekki verið tekin með og
ætla sér að draga af slíku ályktanir um höfundinn. Hvers-
vegna tilfærir Páil posluli ekki fleiri af orðum Jesú í bréf-
um sínum? Hvers vegna hefir Markús, túllcur Péturs og and-
legur sonur, sem styðst við endurminningar hans, livorki
í guðspjalli sínu „Faðir vor“ né Fjallræðuna? IJinsvegar þykir
formálinn fyrir Lúkasarguðspjalli andmæla þvi, að Lúkas
styðjist við skriflega heimild frá nokkrum þeirra, „er frá
öndverðu voru sjónarvottar og síðar gjörðust þjónar orðs-
ins.“2) Þeir menn hafi aðeins látið frásagnirnar „til vor her-
asl“, en aðrir fært í letnr, eins og t. d. Markús eftir Pétri.
Þessi röksemd gæti verið góð og gild, ef Logia hefði verið
all-stórt rit og Lúkas því litið á hana svipuðum augum og
Mark. En hún fær trauðla staðizt, þar sem hér er um lítið
safn af orðum Jesú að ræða. Þannig er elckert, sem afsann-
ar þær líkur, er taldar verða fjTÍr því, að R2 sé I.ogía Matt-
eusar, eða öllu heldur, að eitthvað af R23) sé Logía. Nánar er
á engan hátt unnt að afmarka efni Logía í guðspjallinn né
einskorða það við R2. Logía gæti einnig náð yfir eitthvað
af sérefni Matt., og hefði Lúkas þá ekki hirt um að taka það
allt í guðspjall sitt. Þetta er meira að segja mjög líklegt,
því að liefði Logía ekki náð neitt út fyrir sameiginlegt efni
Matt. og Lúk. einna, sem haldizt hefir í upphaflegri jnynd
i Lúk. en Matt., eins og síðar mun sýnt verða,4) þá væri
óskiljanlegt með öllu, að nafn höfundar Logía skyldi fremur
færast yfir á Matt. en Lúk. Aftur á móti er það vel skiljan-
legt, ef einhverir sérefniskaflar Matt. hafa verið í Logía.
Þó er þetta mál þannig vaxið, að varast ber allar fullyrð-
1) Sbr. bls. 209—212.
2) B. W. Bacon: Studies of Matthew, bls. 38.
3) Sbr. bls. 211—212.
4) Sbr. bls. 260—262.