Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 248
248
ingar um það. Hér er aðeins um tilgátu að ræða, sem
taka á til greina við framtíðar rannsóknir á uppruna
Samstofna guðspjallanna og prófa nákvæmlega eftir {iví,
sem efni kunna að standa til. Hún verður einnig sennilegri
við það, að miklar samgöngur voru milli frumsafnaðarins í
Jerúsalem og Antíokkíu, og munu ýmsir af frumpostulunum
liafa komið þangað (um Pétur sbr. Gal. 2). Um Matteus segir
erfikenningin það, að hann hafi fyrst boðað Hebreum kristni
og þvínæst öðrum,1) og mætti ætla, að hann hefði komið til
hinnar miklu trúboðsborgar. A. m. k. var Antíokkía líklegur
staður til þess, að Logía hans varðveittist þar.2) Munu síðar
tilfærð nokkur rök fyrir því, að vel megi vera, að Matteusar-
guðspjall allt sé þar saman sett.3)
Skoðanir eldri fræðimanna á aldri Logía raskast ekki við
það, þótt þannig sé litið á þetta rit. Það er skrifað í lok
tímabilsins, sem söfnin af orðum Jesú eru færð í letur, um
og eftir miðbik 1. aldar.4 5)
Hvenær er g'uðspjallið samið?
Þar sem Markúsarguðspjall er aðalheimild Matt., getur
Matt. alls ekki verið rilað fyrr en seint á 7. áratugnum e. Kr.
Alhnargir fræðimenn telja það ritað fyrir árið 70,3) en
flestir þeirra bevgja sig raunar fyrir kenningunni um það,
að Markúsarguðspjall sé eldra. Þeir reisa helztu röksemdir
sínar á orðum Jesú i Endurkomuræðunni, Matt. 24, 29: „En
þegctr eftir þrenging þessara daga, mun sólin sortna og
tunglið eigi gefa skin sitt, og stjörnurnar munu hrapa af
himni og kraftar liimnanna munu bifast“, þ. e. a. s. guð-
spjallamaðurinn skilur þessi orð þannig, að heimsendir muni
þegar í stað koma eftir evðingu Jerúsalemborgar. Fvrir því
er óliugsandi að þeirra dómi, að hann fari að skrifa guð-
1) Þar segir ennfremur, að Matteus hafi skilið guðspjall eftir í Palestinu,
/þegar hann fór þaðan. Og í Hist. cccl. V, 18, 14 stendur, að Matteus hafi farið
úr landi á 12. ári eftir dauða Jesú. Er í þvi sainbandi vitnað til gamallar erfi-
kenningar. Síðari höfundar telja ýniist Matteus hafa starfað i Eþiópíu eða
Makedóniu. Sbr. Evschius: Hist. eccl. III, 24, 6.
2) Sbr. bls. 75; 134—135; 200.
3) Sbr. bls. 253—259.
4) Sbr. einkum bls. 122.
5) í Inngangsfra-ði Moffatts, bls. 213, er mjög fróðlcg skrá yfir skoðanir
frægra vísindamanna á aldri Samstofna guðspjallanna.