Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 249
spjallsrit rétt eftir árið 70, þegar heimsslitin séu í þann
veginn að dynja yfir. En hefði samningin dregizt þangað til
all-löngu eftir 70, þá myndi hann aldrei hafa tilfært setn-
inguna þannig.1) —- Þessi rökfærsla öll er þó í hæpnasta lagi.
Því að fyrst og fremst mætti alveg eins staðhæfa út frá
henni, að Matt. gæti ekki verið samið rétt fyrir 70, að minnsta
kosti ekki eftir 66, er Zelótauppreisnin brauzt út, sem kristn-
um mönnum var ljóst, að leiða myndi til falls Jerúsalem-
borgar. Þegar svo var komið, hefði ekki tekið því að fara að
rita guðspjall. Samningstími fyrir 66 kemur ekki heldur
til greina sökum afstöðu Matt. til Mark. Auk þess er engin
vissa fvrir því, að höf. Matt. taki orðið „þrenging“ (dliyus)
í 24, 29 svo, að með því sé átt við eyðing Jerúsalemborgar.
Þrengingunni er lýst í kaflanum á undan, 24, 15 nn, þannig
að fyrst er sagl frá „viðurstygð eyðingarinnar“ og Gyð-
ingastríðinu, Matt. 24, 15—22 = Mark. 13, 14—20, og síðan
frá ógurlegri hættu, sem dynur yfir kristnina af völdum
falskrista og falsspámanna, Matt. 24, 23—25 = Mark. 13,
21—23. Villan, sem jafnvel getur vofað yfir útvöldum, er
hámark þrengingarinnar. Gyðingastríð og allar nauðir, sem
af því ieiða, eru aðeins einn þáttur hennar. M. ö. o. því er
ekki haldið fram í Matt. 24, 29 nn, að heimsslit og endur-
koma Krists verði þegar í stað eftir fall Jerúsalem. Þannig
verður það á engan hátt sannað né gert sennilegt út frá
Matt. 24, 29, að guðspjallið sé skrifað fyrir 70.
Aftur á móti má finna einstök orð i guðspjallinu, sem
benda til þess, að það sé skrifað eftir 70.
Sérstaklega kemur þar til greina setningin í dæmisög-
unni um brúðkaup konungssonarins: „Og brendi upp borg
þeirra“ (Matt. 22, 7). Þegar þessi dæmisaga er horin saman
við dæmisöguna um hina miklu kvöldmáltíð í Lúk. 14,
þá sést greinlega, að afstaða boðsgestanna er eðlilegri í Lúk.
Þeir meta annað meira en það að fara í boðið, eins og
stundum á sér stað í daglegu lífi, en i Matt. er framkoma
þeirra harla ólík því, sem þar tíðkast, boðsmenn smána þá
ekki né drepa, sem sendir eru að bjóða þeim í vinarhoð.
Liggi sama dæmisaga Jesú til grundvallar báðum þessum
sögum — og það verður að teljast líklegast — þá er enginu
vafi á því, að hún er upphaflegri i Lúk. en i Matt. I Matt.
grípur þá skýringin inn i söguna, þ. e. a. s. 6. og 7. versið um
1) Sbr. t. d. D. A. Frövig: Kommentar til Mattæus-Evangeliet, bls. 35—3(i.