Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 250
250
dráp þjónanna og lierför konungsliðsins gegn morðingjum
þeirra og borgarbrennuna eru síðari viðbót til skýringar á
dæmisögunni, enda virðast þau fremur rjúfa samhengið.
Og skýring frumkristninnar og guðspjallamannsins á dæmi-
sögunni miðast skiljanlega við þá atburði, sem þegar eru
komnir fram við samningu guðspjallsins: Herlið hefir um-
kringt Jerúsalem, fyrirfarið Gyðingunum, sem deyddu þá,
er Guð sendi að boða þeim ríki sitt, og brent upp borg þeirra.
Á þeim orðum bvílir mestur röksemdaþunginn, þar sem
livergi er á það minnzt í spádómum Jesú um eyðingu Jerú-
salem, að þau verði örlög hennar.
í sömu átt bendir ennfremur samanburðurinn á Mark.
11, 17: „Hús mitt á að nefnast bænahús fyrir allar þjóðir“
við Matt. 21, 13: „Hús milt á að nefnast bænahús“. Þessi orð,
sem Jesús segir við musterisbreinsunina, eru i Mark. ná-
kvæm tilvitniun i Jes. 56, 7 og i sambljóðan við spádóm
Jesaja i 2, 2 n um það, að þjóðir heimsins muni safnast
saman að musterinu á Zion. En höf. Matt. (og Lúkas) sleppir
orðunum: „Fyrir allar þjóðir“. Ástæðan til þess mun vera
sú, að musterið er eyðilagt, þegar bann skrifar orðin, og
engar vonir framar við það bundnar i augum lians.1)
Önnur orð i guðspjallinu, sem frekar benda til tímans
eftir 70 en fyrir, eru Matt. 27, 8 og 28, 15. Á fvrri staðnum
segir, að leirkerasmiðsakurinn sé kallaður Blóðakur allt til
þessa dags, en á hinum síðari, að orðrómurinn um stuld
lærisveinanna á líkama Jesú bafi verið borinn út meðal
Gyðinga allt til þessa dags. Með öðrum orðum langur timi
er liðinn frá því er þessir atburðir gerast og þangað til guð-
spjallið er skrifað. Þyngri á metunum verða þó niðurlagsorð
guðspjallsins (28, 19 n). Því að af þeim verður það ráðið, að
bugmyndin um mjög nálæga endurkomu Krists2) hefir um
síðir þokað lijá guðspjallamanninum fyrir hugsuninni um
kristniboð meðal allra þjóða. Enn um hrið verður haldið
áfram „að boða þeim trúna“ „allt til enda veraldarinnar“.
Fyrra tímatakmarkið fyrir samningu Matt. verður þannig
ekki sett fyrir árið 70.
En livenær eftir þann tíma er það samið?
Vísindamennirnir hafa leitazt við að draga ýmsar álykt-
anir um það af guðspjallinu sjálfu. Einkum hafa þeir borið
1) Sbr. bls. 198.
2) Sbr. auk 24, 29, t. d. 9, 1; 10, 23; 20, 64.