Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 251
251
nákvæmlega saman Endurkomuræðuna eins og hún er í
Mark. og Matt. og þótzt allvíða finna, livernig höf. Matt.
liafi breytt orðalaginu í Mark. vegna þeirra atburða, sem
gerzl hafi milli þess er guðspjöllin hafi verið samin, og sé
þar a. m. k. um einn áratug að ræða.1)
Ennfremur hafa þeir gert ítarlegan samanburð á Matt.
og Lúk. í því skyni að komast að raun um afstöðuna í milli
þeirra, livort þeirra muni eldra, livort Lúkas hafi þekkt
Matt. eða höf. Matt. Lúk., eða livort guðspjallamönnunum
báðum hafi verið ókunnugt um guðspjall hins. Lengst af
liefir verið gengið út frá því, að Matt. væri eldra og rann-
sóknin aðallega miðað að því að finna, hvort Lúkas liefði
þekkt Matt. eða ekki.2) En á síðustu árum hcfir sjónarmiðið
breytzt, þannig að hinn möguleikinn hefir jafnframt verið
tekinn til greina, að Lúk. kynni að vera eldra og höf. Matt.
hefði þekkt það. Hér er ekki rúm til þess að skýra nánar
frá þeirri rannsókn í einstökum atriðum en þegar liefir
verið gert í öðru sambandi,3 4) aðeins skal lýsa i fám orðum
sennilegustu niðurslöðuuum:
Sambandið nána í milli orðalags Lúk. og Matt. stafar ein-
göngu af því, að háðir guðspjallamennirnir ausa af sömu
heimildunum, Mark. og R. Þar sem sama orðalagið kemur
fram á öðrum stöðum í guðspjöllunum, þá veldur eitt
af þrennu, að guðspjallamennirnir liafa af tilviljun komizt
eins að orði, ellegar afritarar hafa seinna fært orðalag
Lúkasar til samræmis við Matt., eða þá að munnleg erfi-
kenning, sem guðsiijallamennirnir hafa stuðzt við, hefir
mótazt með svipuðum hætti. En hvergi er samhljóðan að
finna, sem skýrð verði með því einu móti, að annar guð-
spjallamanna hafi þekkt liitt guðspjatlið.'1) Hvort guðspjallið
um sig mun því í heild sinni vera óháð hinu.
Af þessu má svo draga þá ályktun, að hæði guðspjöllin
muni samin um líkt lcijli. Því að hefði annar guðspjallamað-
urinn þekkt rit hins, þá væri mjög ósennilegt, að hann hefði
ekki fært sér það í nyt. Af formála Lúkasar sésl það, að hann
hefir kynnt sér gaumgæfilega allt, sem hann liefir þekkt af
ritum eða ritbrotum um Jesú. Matt. hefir ekki verið meðal
1) Sbr. t. d. Bacon: Studies in Matthew, bls. 67—69; 467—469.
2) Sbr. t. d. W. C. Allen: Gospel aec. to Matthew, bls. XLVII nn.
3) Sbr. bls. 63—64; 207—208.
4) Sbr. B. W. Bacon: Studies in Matthew, bls. 69 n, og þó cinkum Streeter:
The Four Gospels, bls. 293—331.