Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 252
þeirra. Að öðrum kosti liefði Lúkas notað jafn ágætt Iieim-
ildarrit. Svipað má segja um afstöðu höf. Matt. til Lúk. Hann
liefir a. m. k. ekki haft nein hein kynni af því. Auðvitað
gat liðið nokkur tími frá þvi, er annar guðspjallamaðurinn
lét guðspjall sitt frá sér fara, unz liinn kynntist því. En það
hefir trauðla verið langur tími, þar sem heimildanotkun
guðspjallamannanna bendir til þess, að guðspjöllin muni ekki
upprunnin á mjög fjarlægum slóðum Iivort við annað.1)
Hvort guðspjallanna sé eldra, er ekki enn auðið að full-
yrða, en fleiri og fleiri af lielztu guðfræðingum lieimsins
taka nú að hallast að því, að það sé Lúk. Af eldri guðfræð-
ingum má þar t. d. nefna Pfleiderer,2) Harnack3) og Hermann
v. Soden,4) og af hinum yngri Streeter og E. von Dobschutz.
Sumir þeirra lialda þvi fram, að óbeinna áhrifa frá Lúk.
gæti í Matt., en ekki verður það sýnt með neinni vissu af
því, er þeir tilfæra. Aðrar röksemdir þeirra eru einkum þær,
að mótun kristilegrar kenningar og' lielgiformála sé lengra
komið i Matt. en Lúk., og faslrar safnaða eða kirkjuskipunar
gæti þar meir. Til marks um liið fyrra nefna þeir mismun-
inn á ummælunum um skírnina í Post. 2, 38: „Sérhver yðar
láti skírast í nafni Jesú Krists“ og í Matt. 28, 19: „Skírið þá
lil nafns föðurins og sonarins og liins lieilaga anda.“ Lúkas
lýsir eldri skírnarorðunum, liöf. Matt. hinum yngri, þrenn-
ingarformálanum. Til fastmótaðs safnaðarfyrirkomulags eru
talin benda orð eins og Matt. 18, 15 nn, en önnur slík finnast
hvergi i Lúk. Sjónarmiðs kirkjunnar (16, 18) gætir svo mjög,
að sumir guðfræðingar hafa nefnt Matt. kirkjulega guðspjallið.
Einnig þykir hregða fyrir apokrýfum blæ á frásögnum á
stöku stað í Matt. (14, 28—33; 17, 24—27 ; 27, 52 n; 28, 2 n), en
fyrir slíkum sögum vottar livergi í Lúk.
Þá hefir verið reynt að ákveða nánar aldur Matt. með því
að bera það saman við Opinb. Jóh. og Hirðisbréfin (1.—2.
Tím. og Tit.) og leiða i ljós skyldar hugsanir i hvorum-
tveggja. En sú viðleitni öll og önnur henni lik5) er heldur ófull-
nægjandi. Aðalniðurstaðan af þessum samanburði guðspjall-
anna verður sem hér segir:
1) Sbr. bls. 198—199; 255—257.
2) Das Urchristentum. 1902.
3) T. d. Neue Untersuchungen zur Apostelgeschichte. 1911.
4) Urchristliche Literaturgeschichte. 1904.
5) Sbr. Streeter: The Four Gospels, bls. 500—528; B. W. Bacon: Studies in
Matthew, bls. 73 nn.