Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 254
254
Það er sennilegast, að í fyrstu hafi ekki neitt höfundarnafn
verið tengt við Matt. Eina nafnið, sem hefði getað komið til
greina, væri nafn Matteusar, en nú hefir hann ekki verið
höfundur ne.ma að dálitlu safni af orðum Jesú, sem guð-
spj allamaðurinn tekur síðar upp í rit sitt. Þetta eitt út af
fyrir sig, að slíkt safn er í guðspjallinu, myndi trauðla hafa
nægt til þess, að guðspjallið yrði svo skjótt hafið til öndvegis
í kirkjunni jafnvel fram yfir Mark. og Lúk. Annað hefir
orðið að fylgja með til enn frekari tryggingar á gildi þess.
Það hefir uerið guðspjall einhvers aðalsafnaðar í kristninni.
Þegar svo livorttveggja var fengið, að guðspjallið var allt
talið postullegt rit og hafið til vegs af kristnum liöfuðsöfn-
uði, þá brast það ekkert lengur til þess að standa fremst
allra guðspjallanna að dómi kirkjunnar um aldaraðir.
Sá söfnuður kristninnar, sem er langlíklegastur til þess að
liafa talið Matt. sérstaklega guðspjall sitt, er Antíokkíusöfn-
uðurinn. Rómasöfnuðurinn gengur vísast undan. Hann á
sitt guðspjall, Mark., og auk þess er erfikenning kirkjunnar
á einu máli um það, að átthagar Matt. séu í Austurlöndum.
Efesus hefir sína erfikenningu og sitt guðspjall, Jóhannesar-
guðspjall. Alexandría er mjög ósennilegur staður, þvi að þar
var megn andstaða kristinna manna gegn gyðingdóminum,
eins og sjá ,má af Barnabasarbréfinu frá öndverðri 2. öld,
en Matt. er gyðinglegast guðspjallanna. Virðast vmsir þar
liafa hneigzt til Gnostíkastefnu. Sesarea verður einnig að
teljast ólíkleg. Hún var hafnarborg Samaríu, dyrnar inn í
landið. í guðspjalli hennar hefðu komið mjög undarlega
fyrir þessi orð, liöfð eflir Jesú: „Gangið eigi inn í nokkura
borg Samverja“, enda er guðspjallamaðurinn ekki tregur til
að slep])a ýmsu því, er valdið gat erfiðleikum við kristni-
boðið. Auk þess ætti erfikenningin frá Sesareu, sem Lúkas
styðst við, að falla með nokkrum hætti saman við efni Matt.,
ef það væri guðspjall Sesareusafnaðarins. En svo er ekki.
— Það er jafnvel ósennilegt, að Matt. sé samansett nokkurs
staðar á Gyðingalandi. Því að þegar það er vandlesið með
hliðsjón af Mark., þá kemur það einkennilega fyrirbrigði í
ljós, að þar gætir harla lítið sjálfstæðra frásagna um atburði
í lífi Jesú að æskufrásögunum undanteknum. Það eru sög-
urnar í Mark., sem hvarvetna eru uppistaðan, þótt höf. Malt.
leggi sumstaðar til ívaf og fari með þær líkt og lærifeður
Gyðinga með frásögur G. t., er þeir veittu fræðslu (Haggada).
Væri Matt. skrifað á Gyðingalandi — á þeim slóðum þar