Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 259
259
trúvörn hans fyrir því, að Jesús hafi verið Messías þrátt fyrir
það, þótt hann yrði að þola smánarfullan dauðdag'a á krossi eins
og sakamaður. 1 því hafi hirzt hjálpræðisopinberun Guðs.
Við þá boðun brýtur hann sundur fjötra gyðingdómsins,
rifur niður múrana, sem greina þjóð frá þjóð. Þannig er
ekki liálfsögð sagan með því, að liann skrifi í gyðinglegum
anda. Skýjadrög gyðing'dómsins leysast sundur í sólarheiði
kristindómsins. Æfi Jesú Krists á jörðu og saga trúboðsins
sýna það, að Gyðingaþjóðin, „synir ríkisins“, liafa hafnað
hjálpræðinu. Þeim verður varpað út, eins og Jesús spáði
(8, 12), og ríkið gefið öðrum (21, 43). „Komi blóð hans yfir
oss og börn vor“ (27, 25), höfðu Gyðingar hrópað. Nú er
einnig ægidómurinn duninn }Tfir þá. Heiðingjarnir eiga að
erfa ríkið. Fagnaðarerindið og frelsi þess skal hoða öllum
þjóðum (shr. 2, 1 n; 8, 5—13; 12, 21; 17, 24—27; 24, 14; 26,
13; 28, 19). Þannig er það ekki rétt, sem ýmsir vísindamenn
lialda fram, að liöf. skrifi gyðing-kristilegt guðspjall fvrir
Gvðinga, kristna og ókristna. Hann ætlar það vissulega einnig
kristnuðum heiðingjum og ókristnum. Sannanir Gamla testam.
fyrir Messíasartign Jesú höfðu engu síður mikið gildi fyrir
þá. Víðsvegar um Rómaveldi áttu kristnir söfnuðir í stríði
við samkundur Gyðinga. Og Biblía Gyðinga var einnig
Heilög ritning kristnaðra heiðingja, sem þeir sóttu sér stvrk í
bæði til sóknar og varnar. Þeim var það mjög mikils vert
að geta sýnt fram á samband fagnaðarerindisins við sögu
Guðs útvöldu þjóðar og lieilög rit hennar, og skilið glöggt
afstöðuna milli lögmáls og fagnaðarerindis. Matt. varð því
það guðspjallið, sem söfnuðir kristnaðra heiðingja höfðu
meslar mætur á. Höf. þess var þeim og allri kristninni siðan
öld af öld öruggur leiðsögumaður frá Sínaí til Golgata, frá
trúnni á Guð ísraelsþjóðarinnar til trúarinnar á Guð og
föður allra þjóða. Hann hafði sjálfur áður gengið þá hraut i
nafni drottins Jesú Krists.
Höfundur Matteusarguðspjalls og R.
Meðferð höfundar Matteusarguðspjalls á ræðuheimildun-
um, Ri og Ra, er liarla ólík meðferð Lúkasar á þeim, og kem-
ur þar ekki aðeins til greina niðurröðun efnisins,1) heldur
einnig orðalag.
1) Sbr. bls. 204—207; 210.