Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 261
2G1
í fyrstu (sbr. Matt. 5, 13—16, 25 n, 29 n; 6, 22 n; 7, 15—20;
10, 17—22, 26 n; 13, 16 n; 15, 14; 18, 10—14; 24, 43—51). Hann
hirðir ekki um það, þótt röðin raskist, og er að því leyti
gerólíkur Lúkasi, sem vakir yfir því, að liún haldist, þótt
ýmsu efni sé bætt inn í, eins og sjá má af meðferð hans á
Markúsarheimildinni. Þessi afstaða þeirra til R stafar af því,
að Lúkas vill rekja rás viðhurðanna eftir þvi sem þeir ger-
ast og segja æfisögu Jesú frá Nazaret þannig, að mynd hans
standi lesendunum ljós og lifandi fjæir liugarsjónum. Höf.
Matt. liirðir aftur á móti minna um söguna, lieldur leggur allt
kapp á að lýsa sönnu gildi lians fyrir mennina, sem kom
í fyllingu tímans og lét spádóma Gamla testamentisins ræt-
ast. Hann vill setja fram kenningu með guðspjallamálum
sínum og raðar köflum R í samhljóðan við það.
Helztu rök fræðimanna fyrir því, að orðalagi R sé betur
haldið í Matt. en Lúk. liafa verið þau, að aldarfar og saga
endurspeglist greinilegar þar. Ræðurnar, eins og þær birt-
ast þar, lúti meir að ýmsum spurningum og vandamálum á
dögum Jesú, en i Lúk. aftur á móti sé yfir þeim fræðslu-
hlær og þær mótaðar í þeim anda, sem ríkti i lífi postulanna
og fruinsafnaðarins eftir dauða Jesú og upprisu, en ýmsu
sieppt, sem eigi þá ekki lengur beint erindi lil kynslóðarinnar.
Þessi dómur er þó valtur fyrir þá sök, að í raun og veru
hyggist liann á samanhurði þessara guðspjalla í heild sinni,
en ekki á samanhurði á R sérstaklega. Niðurstaðan verður
öll önnur, þegar málsgreinarnar í R eru bornar saman gaum-
gæfilega, þá sést, að Matt. muni engu síður vera fræðslurit
miðað við postulatímabilið. Lúk. er ætlað að vera það, eins
og sést af formála þess, en Matt. vafalaust einnig, þótt þess
sé hvergi beinlínis getið. Höfundur þess, sem er fræðimaður
og orðinn lærisveinn himnaríkis, er likur liúsráðanda, sem
ber fram nýtt og' gamalt úr fjársjóði sínum (Matt. 13, 52).
Ennfremur má benda á marga kafla í Matt., t. d. í Fjallræð-
unni, sem bera skýrar vitni um áhrif frá postulatímanum
heldur en hliðstæðurnar í Lúk.
En til þess að geta dæmt um það, hvor liafi yfirleitt varð-
veitt betur orðalag R, höf. Matt. eða Lúkas, þarf að gera ná-
kvæman samanburð og rannsókn á öllum sameiginlegu
köflunum. Það vísindastarf hefir m. a. Harnack1) innt af
höndum fyrir þremur áratugum og nú á síðustu árum W.
1) Spruche und Reden Jesu.