Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 262
262
Bussmann1) og J. Schjnid.2) Verður hér að skírskota til slíkra
rita, þar se,m ekki er rúm í þessari bók fyrir svo víðtækan
samanhurð, og láta það eitt nægja að henda á það, er höf-
undi hennar virðist sennilegust lieildarniðurstaða:
Höf. Matt. fer miklu lengra í breytingum heldur en Lúkas.
Hann kemur að efnisbreytingum, sem Lúkas myndi ekki hafa
dirfzt að gera, og lagar í hendi sér eftir því, sem honum
þykir við þurfa. Stundum dregur hann úr stórum orðum
eða styttir málsgreinar, annarsstaðar bætir hann orðum við,
svo að setningarnar verða fleiri og fyllri. Stílseinkenna hans
gætir einnig talsvert og gerir hann sér ósjaldan far um að
vera fáorður og gagnorður.
Sá sem vill fá hugmynd um það, hvernig R liafi verið,
bæði að efnisskipun og orðalagi, á því fyrst og fremst að
fara til Lúkasar. Höf. Matt. aftur á móti liðar efnið sundur
eftir þörfum, lagar það í hendi og byggir úr þvi af mikilli list.
Sérefni Matteusarg'uðspjalls.
Þegar frá ér dregið efni Ræðuheimildanna og Markúsar-
heimildarinnar í Matt., verða eftir um 300 vers.3) Þau eru
þá sérefni þess.
Þessi vers eru sem hér segir:
Frásögur um ætt Jesú, fæðing og æsku: 1—2.
Samtal Jóhannesar og Jesú: 3, 14 n .
„Sú þjóð, er í myrkri sat, hefir séð mikið ljós“: 4, 13—16.
Kaflar úr Fjallræðunni: 5, 7—10,14,17,19—24, 27—30, 33—38;
6, 1—8, 16—18, 34; 7, 6, 15.
„Hann tók veikindi vor“: 8, 17.
Lækningar ýmsra sjúkdóma: 9, 27—35.
Jesús kennir og prédikar: 11, 1.
„Komið til mín“: 11, 28—30.
„Miskunnsemi þrái eg en ekki fórn“: 12, 5—7.
„Brákaðan reyr mun hann eigi brjóta“: 12, 17—21.
Um ónytjuorð: 12, 36 n.
Illgresið meðal hveitisins: 13, 24—30.
Dæmisagan skýrð: 13, 36—43.
1) Synoptisclie Studien, sbr. II, bls. 1—109.
2) Matthaus und Lukas, sbr. bls. 183—346.
3) Sbr. bls. 13; 23.