Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 263
263
Líkingar um fjársjóð, perlu og net: 13, 44—52.
Ganga Péturs á vatninu: 14, 28—31.
Jurt, er upprætt verður: 15, 12 n.
„Þú ert Pétur“: 16, 17—19.
Musterisskatturinn: 17, 24—27.
„Englar þeirra sjá auglit föður míns“: 18, 10.
Orð til safnaðarins: 18, 16 n, 19 n.
Skuldugur þjónn: 18, 23—35.
„Sá höndli þetta, er höndlað getur“: 19, 10—12.
Verkamenn í víngarði: 20, 1—16.
Jesús í helgidóminum: 21, 11, 14—16.
Tveir synir: 21, 28—32.
Brúðkaup konungssonarins: 22, 1—14.
Kaflar í Þrumuræðunni: 23, 2 n, 8—10, 15—22, 32.
Tíu meyjar: 25, 1—9.
Talenturnar: 25, 14—30.
Dómur mannssonarins: 25, 31—46.
Æfilok Júdasar: 27, 3—10.
Kona Pílatusar: 27, 19.
Handaþvottur Pílatusar: 27, 24 n.
Grafir opnast: 27, 52 n.
Grafarverðir: 27, 62—66.
Engill velti steininum frá: 28, 2—4.
Jesús birtist konunum: 28, 9 n.
Varðmönnum mútað: 28, 11—15.
Jesús birtist í Galíleu: 28, 16—20.
Efni þetta er vafalaust hvorki allt frá einni skriflegri
lieimild né samið einvörðungu af guðspjallamanninum,
heldur má gera ráð fyrir þvi, að fleira komi til greina: Skrif-
leg og munnleg erfikenning, Logia Matteusar1) og orð guð-
spjallamannsins. Hvorttveggja hið síðara er eflaust miklu
minna að vöxtum, því að Logíaefni mun hvorki í beinum frá-
sögum né þeim köflum, sem bera vitni um síðari þróun erfi-
kenningarinnar. Nokkrir vísindamenn hafa á síðustu árum
tekið sér fvrir hendur að greina þessa flokka sundur ná-
kvæmlega,2) en niðurstöðurnar eru sumstaðar hæpnar, og
fer það að vonum. Hér verður þvi látið nægja að fara út í
það eitt, er skiftir mestu máli um uppruna sérefnisins og
kleift verður að færa gild rök að.
1) Sbr. bls. 247.
2) Sbr. B. W. Bacon: Studies in Matthew, bls. 120 nn.