Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 265
265
Auk þess ber það frá um þessar sögur og sumt annað sér-
efni Matt., hve orðalagið er semitiskt. Ættartala Jesú er
einnig auðsjáanlega af gyðinglegum uppruna. Ættliðirnir
eru taldir frá Abraham til Daviðs, frá Davíð til herleiðingar-
innar og frá herleiðingunni til komu Jesú. Þeir eru allir
jafnmargir, 2x7 hver um sig. Út frá þessum skvldleika i
orðalagi milli bernskufrásagnanna og ýmislegs annars sér-
efnis Matt. hefir það verið ályktað, að livorttveggja væri úr
sömu heimildinni,* 1) en úr þvi verður ekki skorið.2)
Ekkert verður lieldur með vissu um það sagt, hvar á Gyð-
ingalandi þessar hernskufrásögur liafa varðveitzt. Sennilega
er um fleiri en einn söfnuð að ræða i þvi sambandi. Það er
jafnvel fullt eins líklegt, að í fyrstu hafi ekki verið náið
samband i milli þeirra. Ein hefir geymzt í þessum söfnuði,
önnur í liinum. Þær munu ekki hafa mijndað fastmótaða
heild, þegar guðspjallamaðurinn tók þær upp í rit sitt. Því
að enn brestur á órofasamband í milli þeirra, eins og þær
standa í guðspjallinu. Guðspjallamaðurinn leggur sitthvað
til sjálfur, aðallega heimfærslur á spádómum Gamla testa-
mentisins, og auðséð er, að liann liefir allmjög óbundnar
hendur um efnismeðferðina. Fvrir því er ekki unnt að kveða
upp fullnaðardóm um það, hvort heldur liann stgðst hér
við skrifaðar heimildir, eða munnlega erfikenningu.3)
2. Kaflarnir úr Fjallræðunni, sem Matt. hefir eitt sér, hafa
stundum verið taldir úr R, en Lúkas sleppi þeim af ýmsum
ástæðum. Þessi skoðun getur þó engan veginn verið rétt, eins
og þegar verður að nokkru leyli ráðið af heimildameðferð
guðspjallamannanna yfirleitt.4)
a. Sæluhoðanirnar eru tvöfalt fleiri í Matt. en í Lúk. Má geta
því nærri, að Lúkas hefði tekið upp i guðspjall sitt meira en
helming þeirra, ef hann liefði haft þær fyrir sér í R og það
meira að segja í upphafi þessarar ræðu. Ýmsir ætla, að guð-
spjallamaðurinn hafi hætt við sæluboðunum frá sjálfum
gyðinglegu skýringarriti, Sefer Hayyashar. Hún er á þessa leið: „Nóttina
er hann (Abraham) fæddist, föstuðu vinir Tara í húsi lians, en meðal þeirra
voru nefndarmenn og vitringar Nimrods. Þegar þeir fóru um nóttina, sáu
þeir stjörnu, scm svalg fjórar aðrar stjörnur úr öllum áttum himinsins.
Þeir hröðuðu sér jafnskjótt til Nimrods og sögðu: „Vissulega er nýfæddur
sveinn, sem ætlað er að leggja undir sig þennan heim og hinn komanda".
1) Sbr. B. W. Baeon: Studies in Matthew, hls. 157 nn.
2) Sbr. Bussmann: Sj’noptische Studien III, bls. 145.
3) Streeter hallast fremur að hinu siðarnefnda, sbr. Tlie Four Gospels,
bls. 150.
4) Sbr. t. d. bls. 259—262; 202—212.
34