Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 269
269
væri, runnar frá þeirri erfikenningu, er liggur R að baki, þá
má sennilegt þykja, að hinar eigi einnig þangað rót sina
að rekja flestar eða allar. En séu þessar tvær sérefni Matt.,
eins og liér hefir þótt varlegra að telja, þá munu þær vís-
ast úr sérstakri dæmisagnaheimild, sem guðspjallamaður-
inn hefir notað, því að eðlilegt er að slílc söfn hafi snemma
orðið til.1) Sú heimild gæti þó vel verið felld saman við
annað ritað mál, sem guðspjallamaðurinn styðst við, er
liann semur guðspjall sitt.
9. f köflunum í Þrumuræðunni í 23. kap. kemur fram svo
mikil fastheldni við erfikenningu fræðimannanna og Farí-
seanna, að hún er í beinni andstöðu við framkomu Jesú
gagnvart þeim að öðru lejdi: „Á stóli Móse sitja fræðimenn-
irnir og Farísearnir. Allt, sem þeir segja yður, skuluð þér
þvi gjöra og lialda". Jesús reis einmitt i orði og verki önd-
verður gegn þeim, er þeir hrutu boðorð Guðs og ónýttu orð
hans með erfikenningu sinni. Enn kemur fleira i þessum köfl-
um einkennilega og ótrúlega fyrir í munni Jesú, t. d. það,
að hann hjóði fræðimönnunum og Faríseunum að fylla
mæli feðra sinna, sem drápu spámennina. Af þessum ástæð-
um er harla ósennilegt, að þeir hafi staðið í jafn fornum og
ágætum heimildum sem R, en Lúkas sleppt þeim vegna þess,
live einskorðaðir þeir væru við Gyðinga. Svo gj'ðinglegur
blær virðist ekki lieldur liafa verið vfir R neins staðar. Þá
er um það tvent að ræða, að guðspjallamaðurinn hafi stuðzt
við sérheimild munnlcga eða skriflega, ellegar tekið sjálfur
saman þessar málsgreinar af þeirri sannfæringu, að þær
væru í anda Krists. Vísast mun þetta hvorttveggja koma
til greina.
10. Kaflinn um dóm manns-sonarins í 25, 31—46 er með
gyðinglegri blæ en flest annað í guðspjallinu. Manns-sonur-
inn, sem kemur með englasveitum til þess að dæma heim-
inn, hásæli dýrðarinnar og liinn eilífi eldur, sem fyrirbúinn
er djöflinum og englum lians — allt eru þetta gyðinglegar
mvndir. Þær eru ekki aðeins úr Gamla testam. (sbr. eink-
um Dan. 7), heldur einnig Opinberunarritum Sið-gjrðing-
dómsins (sbr. t. d. 1. En. 61, 8; 62, 2 n; 69, 27). Fyrir þvi
álvkta ýmsir fræðimenn, að guðspjallamaðurinn sjálfur2)
1) Sbr. bls. 121—122.
2) B. W. Bacon telur liann hafa verið rabbí, sem snúizt bafi til kristinnar
trúar. Studies in Matthew, bls. 7 nn.