Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 271
271
liafi opnazt þegar við dauða Krists og margir iíkamir sofn-
aðra lielgra manna risið upp, og er hún í mótsögn við kenn-
ingu Páls og fyrstu kristniboðanna um það, að Kristur liafi
verið „frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru“ (1 Kor. 15, 20
shr. Kól. 1, 18). Hún mun heyra til yngstu erfikenningunni,
sem guðspjallamaðurinn styðst við. Jafn ungar sögur eru
sennilega aðeins 14, 28—31 og 17, 24—27. En þuí yngri erfi-
kenningu, sem gtiöspjallamaðurinn eys af, því síður er
ásiæða til að ætla, að hún hafi verið skrifleg.
c. Þessi yngri erfikenning lætur ekki heldur upprisufrá-
sagnirnar með öllu ósnortnar, sbr. einkum 28, 2—4, 11—15.
En hæði 28, 9 n og 28, 1(5 nn gætu verið frá þeirri erfikenn-
ingu, sem Markús samdi úr guðspjall sitt. Þótt niðurlag
þess hefði aldrei komið fyrir augu höf. Matt., eins og senni-
legast er,1) þá liefir liann vísast liaft einhver kynni af erfi-
kenningunni, sem lá því að baki. Að minnsta kosti lilaut
hann að vilja greina frá því, hvernig fvrirheitsorðin um það,
að lærisveinarnir myndu sjá Jesú aftur í Galileu, liefðu
rætzt. Það er aðeins orðalagið í 28, 19, sem virðist benda til
síðari tíma. Mælti geta þess til, að guðspjallamaðurinn
hefði sjálfur orðað þrjú niðurlagsversin út frá regnslu sinni
og annara kristinna manna í samfélagi við drottin uppris-
inn og setningunum í 11, 28 og 18, 20; því að liefði Jesús bein-
línis sagt þessi orð við postulana 12 skömniu eftir upprisu
sína, þá væri alóskiljanleg tregða þeirra til þess að boða
heiðingjum kristna trú.
Niðurstaðan af þessum athugunum á sérefni Matt. verður
þá sú, að mestur hluti þess sé frá erfikenningu, sem höf. þess
hefir einn guðspjallamannanna stuðzt við. Sú erfikenning
liefir, að talsverðu leyli a. m. k., verið skrifleg. Hin yngsta
að líkindum aðeins munnleg.
Erfikenningin frá Jerúsalem.
Hvaðan er meginstraumur þessarar erfikenningar runninn?
Auk sérefniskaflanna, sem taldir liafa verið, ko.ma hér lil
greina einstök vers, er fléttuð munu hafa verið þannig saman
við Mark., Ri og R2, að þau verða lítt þekkt úr. Örfá þeirra eru
með skýrum svip þeirrar erfikenningar, sem höf. Matt. einn
1) Sbr. bls. 161; 167.