Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 274
274
um forystuna fyrir öllum kristnum söfnuðum Gyðingalands.
Jerúsalem var aðalstöð þessarar erfikenningar um fram allar
aðrar borgir. Og það er engin tilviljun, að guðspjallinu, sem
liana flytur, skuli skipað fremstu meðal Samstofna guðspjall-
anna í kristninni, er stundir líða og ljóst var öllum, að
kristniboði meðal gjörvallra þjóða heimsins voru engin tak-
mörk sett.
Þegar Gyðingar liófu uppreisn gegn Rómverjum árið 66,
fluttist þessi erfikenning með kristnum mönnum burt frá
Jerúsalem. Segir Evsehíus, að flestir kristnir menn hafi flúið
þaðan fyrir umsátina austur yfir Jórdan, til Pella. Og geta
má nærri, að margir þeirra hafi flutzt alla leið til Antí-
okkíu og setzt þar að. Þangað iiöfðu þeir flúið fyrrum og
stofuað söfnuðinn og náið samband var milli lians og frum-
safnaðarins.1) Þannig hafði Antíokkíusöfnuðurinn t. d. sýnt
Jerúsalemsöfnuðinum mikla samúð og hjálpsemi í hallærinu
46 og hungursneyðinni, sem Agabus liafði sagl fyrir (Post.
11, 28). I Antíokkíu átlu kristnir Jerúsalembúar öruggt at-
hvarf í nauðum. Það vissu þeir af langri revnslu og þess
hafa þeir einnig eflaust nevtt. En eins og flóttamenn hafa
gert hæði fvrr og síðar, hafa þeir tekið með sér dýrustu hók-
menntir sínar. Sumt eiga þeir rilað um orð Ivrists og verk,
annað — og þá sennilega einkum liið yngsta — geymist í
minni og á tungu. Nú verður þetta gróðursett í jarðvegi hins
grískmenntaða heims, á þeim slóðum, þar sem Matt. er
saman sett. Raunar voru einstakar setningar stílaðar gegn
afstöðu Pálsstefnunnar til lögmálsins, svo að ekki gat dul-
izt, en það kom ekki að sök. Þessi gróður var nývökvaður
píslarvættisblóði Jakobs bróður drottins. Má jafnvel vera,
að höf. Matt. hafi orðið það sterkust livöt til að semja guð-
spjall sitt, að allt þetta dýra og heilaga efni liafði borizt
til viðbótar því, sem fvrir var.
Markúsarheimildin í Matteusarguðspjalli.
Eins og sagt hefir verið hér að framan,2) eru 578 vers af
efni Mark. i Matt., eða guðspjallið allt, að 85 versum undan-
teknum. Af þvi sést glögglega, hve liátt höf. Matt. metur
1) Sbr. bls. 134—135.
2) Sbr. bls. 13.