Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 277
277
17 sbr. Matt. 16, 12; Mark. 9, 13 sbr. Matt. 17, 13). Enn er
mörgu breýtt í því skyni að leiðrétta eða segja ítarlegar frá.1)
Höf. Matt. breytir nokkuð efnisskipun Mark.2), aðallega í
fyrri bluta guðspjalls síns, og er á þeim stöðum mjög óháður
henui. Þetta sést bezt, þegar kraftaverkasögurnar í Matt. 8—9
eru bornar saman við Mark., því að þar virðist böf. Matt.
ekki liirða hið minnsta um röð Mark. Ástæðan til þess að liann
breytir röðinni er ekki sú, að bann fellir inn í sérefni — það
var óþarft fyrir því — heldur mun liann liafa litið svo á, að
Markús segði ekki alstaðar frá atburðunum í réttri röð, og að
mest varðaði um það að nota Markúsarbeimildina þannig,
að liann gæli sett kenning Jesú fram skipulega og á fagran
hátt.
Hann hefir að líkindum haft sömu slcoðun og Papías síðar
á Mark.,3) að Markás hefði lworki ritað í röð né reynt að
skipa orðum drottins fast niður. Og eins og Lúkas gerði
sér far um að bæta úr hinu fyrra og rita samfellda sögu,
þannig leitast liöf. Matt. við að bæta úr hinu síðara.
Fegursta fyrirmyndin frá gyðingdómnum, sem höf. Matt.
getur valið sér, er lögmál Móse, boðorð Guðs sett fram í
fimm bókum. Þar er einnig ærið söguefni, sem lögmálið er
fellt inn í. Hann tekur nú sér fyrir hendur að skipa kenn-
ingu Jesú á líkau hátt í fimm þætti, þannig að bann lætur
sinn ræðukaflann fylgja bverjum bluta Markúsarbeimildar-
innar. Allmikið söguefni verður þá inngangur að hverri
ræðu, og lýkur svo þáttunum jafnan með svipuðum orðum
eða liinum sömu, sem verða tengiliður við næsla kafla á
eftir. Þessi orð standa í 7, 28; 11, 1; 13, 53; 19, 1 og 26, 1.
Mörkin, sem þau setja, eru svo skýr, að þau duldust ekki,
löngu áður en vísindaleg gagnrýni á ritum Biblíunnar hófst.
Það eru m. a. s. til frá fornöld ljóðlínur um „Matteus“, sem
„reit fimm bækur“ gegn „ísraelslýð“, sem deyddi Guð“.4)
Við nútímarannsóknir á Matt. verður það Ijósara og ljós-
ara, að bygging guðspjallsins skilst ekki til hlítar, nema
gengið sé út frá þessari skiptingu: Bernskufrásögurnar eru
inngangur að guðspjallinu. Þái er Markúsarheimildinni skipt
í 5 höfuðþætti og ræðuefnið, sem í þeim er, aukið bæði með
R og séreign guðspjallamannsins, og lýkur hverjum þætti
1) Sbr. W. C. Allen: Gospel acc. to S. Matthew, bls. XXXI—XXXVIII.
2) Sbr. bls. 16—17; 25—26.
3) Sbr. bls. 54—55.
4) Sbr. Expositor VIII, 85 (Jan. 1918).