Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 278
frlíölur 1-þáttur D. þáttur Dl.þáttur ÍV þáttur V þáttur Písl&rsa.ga.n
278
Dómur nvmn£r>onanns
Endurkomu-
líkingar
Raoóa Josú er hann
*mdir lísrisvoinana
<y
Fjdllrsöan
03
með löngum ræðukafla. Loks er píslar-
saga og upprisufrásögn Mark. niðurlag
guðsp jallsins.
Til frekari glöggvunar á þessu fylgir
hér uppdráttur, þar sem svörtu reitirnir
tákna Markúsarheimildina, en hinir hvítu
R og' sérefnið.
I. Fyrsli þátturinn er Matt. 3.—7. kap.
I honum vill guðspjallamaðurinn fyrst
og fremst setja fram kenningu Jesú um
hið æðra réttlæti, sem á að taka langt
frani réttlæti fræðimannanna og Farí-
seanna. Það er markið, sem hann stefnir
að í þessum köflum. Hann hefir fvrir
aðdraganda að ræðu Jesú um það, Fjall-
ræðunni, allmikið af efni 1. kap. Mark.,
en þó ekki meira en hann þarfnast nauð-
synlega. Hann segir frá Jóhannesi skír-
ara, skírn Jesú, freistingu og bætir all-
miklu inn i þá frásögn. Því næst dregur
hanu fram í einni setningu kjarnann i
guðsríkishoðskap Jesú: „Gjörið iðrun,
því að himnaríki er nálægt“ (Matt. 4,
17 shr. Mark. 1, 15). Hann getur um köll-
un fyrstu lærisveina Jesú, því að orðum
Fjallræðunnar er meðal annars heint til
þeirra. Kraftaverkasögunum í Mark. 1
sleppir hann um sinn, því að liann vill
skipa þeim síðar með öðrum kraftaverka-
sögum (Matt. 8—9). En í þeirra stað set-
ur hann yfirlitsgrein, sem er að nokkru
hliðslæða við Mark. 1, 39: „Og Jesús fór
víðsvegar um alla Galíleu og kenndi í
samkunduhúsum þeirra og' prédikaði
fagnaðarboðskapinn um ríkið, og lækn-
aði hvers konar sjúkdóm og livers konar
krankleik meðal lýðsins. Og orðrómur-
inn um liann harst út um alt Sýrland.
Og menn færðu til hans alla sjúka, sem
haldnir voru af ýmsum sjúkdómum og
þjániugum, svo og þá, sem þjáðust af
illum öndum, tunglsjúka menn og lama,