Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 280
280
minnsta kosti var mjög algengt í fræðiritum lærðra Gyðinga
að skírskota til þess. Eins og Fjallræða Jesú bar langt af
löggjöfinni, sem Móse flutti frá Sínaí, þannig voru verk lians
einnig meiri verkum Móse. Á tveimur stöðum er rofið sam-
hengið milli þessara kraftaverkasagna. Á hinum fyrri er
sagt frá fylgd við Jesú. Hún á að vera af lieilum liug án þess
að nokkurt skilyrði sé sett (Matt. 8, 18 —22), og er sá kafli úr
R. Síðari kaflinn er úr Mark., köllun Matteusar (Leví) og
samræður, sem fylgja (Matt. 9, 9—17). Þetta hefir verið mjög
eðlilegt frá sjónarmiði guðspjallamannsins. IJann liefir læri-
sveina Jesú sífellt í huga i þessum þætti og vill auk þess
vera búinn að segja frá köllun Matteusar, þegar liann telur
upp nöfn liinna 12 í 10, 2—5. Ræða Jesú tekur svo beint við af
postulatalinu, þessi heilögu boð, sem skvldu rist logaletri í
sál livers verkamanns, er lierra uppskerunnar sendi til upp-
skeru sinnar. Nokkur þessara hoða standa í Mark. 6 og tekur
höf. Matt. þau upp með lítilsháttar hreytingum og bætir
miklu við, svo að af verður löng, samfelld ræða.
III. Þriðji þátturinn er Matt. 11, 2 —13, 53. í honum vill
guðspjallamaðurinn leiða i Ijós leyndarclóm guðsríkis. Til
þess hefir hann ærið efni í Mark., þar sem eru dæmisögur
Jesú eða líkingar um guðsríki í 4. kap. Með þeim vill liann
enda þennan þált og leiða þannig lesendur guðspjallsins
upp i hæstu hæðir kenningar Krists. Áður liefir guðspjalla-
maðurinn lagt til meginið af ræðuefninu úr R og sérheimild
sinni. Nú er því annan veg farið. Hann hefir dæmisagna-
kafla Mark. og í honum þrjár likingar. 1 stað líkingarinnar
um sæðið, sem grær og vex, setur hann dæmisöguna um
illgresið meðal liveitisins og bætir svo við 4 stuttum líking-
um um guðsríki, þannig að þær verða 7 alls, heilög tala.
En hak við rís sama máttuga undiraldan: „Yður er gefið að
þekkja leyndardóma liimnaríkis, en hinum er það eigi gefið,
því að hver, sem hefir, honum mun gefið verða, og hann
mun Iiafa gnægð, en Iiver, sem ekki hefir, frá honum mun
tekið verða jafnvel það, er hann hefir“ (Matt. 13, 12). Ann-
arsvegar er hinn sanni, andlegi ísrael, sem veitir orðum Jesú
viðtöku, hinsvegar hinn náttúrlegi, er hafnar þeim. Aðdrag-
anda að þessari líkingaræðu velur höf. Matt. meir úr öðrum
heimildum en Mark., og fatast aldrei tökin. Fátækum er
boðað fagnaðarerindi. En kynslóð Jesú er eins og einþykk
hörn á torgi. Leyndardómur guðsríkis er opinberaður smæl-
ingjum, en hulinn spekingum og hyggindamönnum. Þessum