Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 284
NIÐURLAG
Rannsóknirnar á npprnna Samstofna guðspjallanna og af-
stöðu þeirra sín í milli, sem hér liefir verið gerð nokkur grein
fvrir, leiða þannig til mjög jákvæðrar niðurstöðu. Þessi guð-
spjöll eru öll ágætar sögulieimildir, sem bera í höfuðatriðum
samróma vitni um arf kristninnar.
Helgidómur þeirra rís á fjórum traustum hornsteinum,
þar sem eru söfnuðirnir i Jerúsalem, Róm, Antíokkiu og
Sesareu. En í þeim störfuðu lærisveinar Jesú og samverka-
menn á jarðlífsárum lians.
Erfikenningin, sem kristnin átti dýrmætasta á árabilinu
40—85 e. Kr., gevmist í þessum guðspjöllum. Og þótt langt
sé í milli ýmsra höfuðsafnaðanna, þá rikir i henni mikil
samhljóðan um allt, er mestu máli skiptir. Því nánari sam-
anburður sem gerður er á þeim, þvi hetur kemur það í ljós.
IJvert guðspjallið um sig styðst af hinum tveimur og jafnvel
einstakar lieimildir þeirra fá mikinn styrk liver af annari.
Svo vel og örugglega er byggt, svo fast feld stoð að stoð og tré
við tré, að hvergi liaggast hið mikla hús.
Til yfirlits skal nú að lokum gerður uppdráttur, er lýsir
niðurstöðunni, sem að liefir verið komizt.
Ferningarnir sýna það, er liggur fyrir ritað eingöngu.
Hringarnir tákna heimildir, sem eru bæði muunlegar og
skrifaðar. Aldur rituðu heimildanna er tilgreindur, en liinna
ekki, þar sem þær eru að meira eða minna leyti munnlegar
jafnframt, og það því ókleift, svo að nákvæmt verði. Átthaga
er einnig getið, þegar allsterkar líkur eða vissa eru fyrir því,
að komið verði auga á þá. Þar sem Jerúsalem er nefnd i
sambandi við sérefni Matteusarguðspjalls, þá er samkvæmt
því, er að framan segir, aðeins átt við nokkurn hluta þess.
Hefði að vísu mátt nefna það Jerúsalemheimild, þótt ekki
sé það hér gert.