Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 20
Timarit Máls og menningar við köllum svo, hafi nánast verið safn spássíugreina í ritum um allt önnur efni, um gullgerðarlist og hvers konar dulspeki, en einkum þó og sér í lagi um eðli heilagrar þrenningar. Nú hefur það lengi verið vitað að Newton var kynlegur kvistur svo að jaðraði við sturlun. Og ýmsum þætti freistandi að telja uppgötvanir Keynes sögulega ómerkar í Ijósi þeirrar vitneskju. En hvað ef í ljós kemur að milli hugmynda hans um himintunglin annars vegar og heilaga þrenn- ingu hins vegar séu margvísleg innri tengsl? Hvað ef í Ijós kemur að hvernig sem á sé litið hafi Newton verið, eins og Keynes kveður að orði, einn af síðustu dulhyggjumönnum miðalda fremur en einn fyrsti vísinda- maður hinnar nýju aldar?20 Og hvað ef í ljós kemur að í þessu efni er Newton, þrátt fyrir sérkenni- legt sálarlíf, alls engin undantekning? Thomas Kuhn hefur sem fyrr er sagt reynt að gera Kóperníkusi nokkur skil og öllum aðstæðum hans. Þær eru vitaskuld flóknar: sólmiðjukenningin á rætur í brýnni þörf á þeirri tíð fyrir umbætur tímatals og í margvíslegum rökræðum skólaspekinga (sem óupplýstir menn kenna sumir enn við hártoganir) um ýmsar alvarlegar veilur í kraftfræði Aristótelesar. Og hún á líka ræmr í stærðfræðilegri dulhyggju úr skóla Platóns, og þar á ofan í ósköp venjulegri sóldýrkun. Enda var Kóperníkusi andmælt ákaflega — og þá ekki fyrst og fremst í nafni kirkjulegrar kreddu eða alþýðlegra hleypidóma eins og oftast er látið að liggja,21 heldur í nafni heilbrigðrar skynsemi og skynsamlegra vísinda sem nefndu sig svo með fullum rétti. Hér skipti það nokkru að Kóperníkus var lítill áhugamaður um könnun staðreynda: fróðleikssöfnunarástríða stjarnfræðinnar kom síðar til sögunnar, með Tycho Brahe sem harðneitaði alla tíð að fallast á kenningu Kóperníkusar - og gerði það í nafni þekk- ingar sinnar. Kóperníkus hafði hins vegar þekkingu sína úr bókum frem- ur en himingeimnum: í einu rita sinna áfellist hann starfsbróður sinn fyrir að treysta eigin augum betur en sjálfum Ptólemíosi.22 Frá sjónarhóli hinna nýju sagnritara vísindanna er þó dæmið af Galileo Galilei áhrifamest. En þá dæmisögu, um lítilsvirðingu á tilraunum, tryggð við kristilega skólaspeki og einkum þó áhrifamátt heimspeki Platóns, ætla ég ekki að reyna að segja. Eg nefni hana til þess eins að koma því á fram- færi að sundurgreining hugmyndaheims Galileos er helzta tímamótaverk sjálfstæðrar vísindasögu. Verkið vann rússneskur maður sem nú er látinn, Alexandre Koyré prófessor í Parísarborg. Af ritum hans hefur Kuhn að líkindum meira lært en öllum öðrum.23 258
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.