Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 114
Á d r e p u r 114 TMM 2012 · 2 Ásgríms og Guðmundar og sjá þar svip- uð efnistök, að vísu oft fínlegri og stillt- ari hjá þeim eldri en þeim yngri. Og uppspunnin mynd Kjarvals af landslagi er varla unnin af mikið öðrum hvötum en spunaverk Guðmundar, þótt litir eða uppbygging og pensilför séu ólík. Þvert á móti. Æsa segir Guðmund beinlínis and- snúinn expressjónisma. Staðhæfinguna tel ég vera komna úr bók Björns Th. Björnsonar, Íslensk myndlist (1973), og vera hans túlkun á orðum og hegðun Guðmundar. Vera má að Æsa hafi fund- ið orð um það annars staðar (staðhæf- ingin er án beinna tilvitnuna í Listasög- unni) en hlutlæg skoðun myndverka hans og öflun fróðleiks um tilurð þeirra hefði bent til annars. Þjóðernisstrengur? Til marks um dálæti Guðmundar á nor- rænum menningararfi og um þjóðernis- streng þessa gamla ungmennafélags- manns vitnar Æsa til greinar í Iðunni eftir Guðmund frá 1928 (þeirrar sömu og Björn vitnar í). Þá er hann alkominn til landsins fullur þrótts og áhuga eftir dvöl og ferðir um Evrópu og Austurlönd nær, og er með fastmótaða skoðun á listum. Þarna telur hún vera kjarna list- ar hans að finna, rétt eins og Björn. Ætli áherslur listamannsins hafi breyst á næstu fjórum áratugum og kjarninn flust til? Auðvelt hefði verið að kanna það og forvitnilegt að vita hvort og hvert hugmyndafræðin eða afstaðan til umhverfis og listar hefði náð að þróast og þroskast á tæpum fjórum áratugum. Slíkt hefði kostað nokkra vinnu. Þegar þess er gætt að hvorki í bók Björns né kafla Æsu er gerð nokkur tilraun til að kanna og birta nokkrar yngri tilvitnanir í Guðmund um myndlist en úr umræddri Iðunnargrein, vakna spurn- ingar um aðferðir við að skilgreina lista- menn í samtímanum, sé yfirhöfuð þörf á slíkum dilkadrætti. Hlutverk fræði- manna á m.a. að vera fólgið í ferskri heimildakönnun og líflegum niðurstöð- um. Varla dugar að ítreka eitthvað sem fyrr er sagt án mats á því eða án sjálf- stæðrar könnunar. Líklega þarf að vega og meta þjóðernisskoðanir Guðmundar að nýju og hafa með í heildarskoðun á verkum hans. Skrautmunir og sjónræn staðfesting á fortíðinni? Hvenær eru leirmunir listrænir hönn- unargripir eða hrein listaverk, hvenær skrautmunir eða nytjamunir? Er fagur- lega formaður vasi listaverk eða nytja- hlutur? Verður leirmunur að skrautmun þegar hann er gerður í fleiri eintökum en einu? Um svörin fullyrði ég ekki en Æsa afgreiðir áratuga leirmunagerð með þátttöku Guðmundar (og yfir 20 ann- arra karla og kvenna) í fjórum línum. Í myndlistarsögubók Björns Th. Björns- sonar er það gert í þremur línum. Æsa segir skrautmunina, sem er hennar orðaval keramikverkunum til lýsingar, hafa verið tákn um íslenska heimilis- prýði. Ef til vill var og er það nærri sanni fyrir mörgum landsmönnum en kannski hafa munirnir líka verið tákn um fallega, vandaða og úthugsaða leir- list fyrir öðrum. Þegar Æsa minnist síðan á þessa gripi, rjúpuna og fálkann, og gerir alla leirmunina að tákni fyrir veruleika sem samtíminn notar til sjón- rænnar staðfestingar á fortíðinni, verð- ur margt að fótakefli. Munir Listvinahússins voru margt annað en styttur, skrautmunir eða því- umlíkt. Þeir voru afar fjölbreyttir og sjálfsagt margir á pari við síðari tíma leirlist (með áherslu á list) á Íslandi og víðar. Orðfærið um sjónræna staðfest-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.