Studia Islandica - 01.06.1976, Side 12
10
Við lestur bókanna féllu margar þeirra af skrá, vegna
þess að þær voru eðlis síns vegna utan við svið athugun-
arinnar. Skal nú getið þess helsta sem olli því að þær voru
felldar burt.
Nokkrar barnabækur fjalla um fullvaxið fólk, fólk um
tvítugsaldur eða jafnvel eldra. Þær bækur voru ekki allar
teknar með. Bókum Arnar Klóa og fleiri var sleppt, af þvi
að söguhetjur þeirra hafa sagt skilið við bernskuheim sinn,
heimili, foreldrar og systkin skipta þær af eðlilegum or-
sökum litlu máli. Hins vegar gerist sagan Af hverju er
himinninn blár? í ævintýralandi bernskunnar, þótt sögu-
hetjur séu á giftingaraldri, og sú bók var tekin með. 1
nokkrum tilvikum kom söguhetja fyrir í fleiri bókum, þá
yngri (t. d. öddubækumar, sem fylgja Öddu fram undir
tvítugt), þær bækur voru einnig teknar með.
Smásögum og leikritum var alveg sleppt, þar eð ekki
er unnt að ætlast til eins nákvæmrar þjóðfélagsmyndar í
þeim og skáldsögum. Vísnakverum var sleppt af sömu
ástæðum.
Sögur þar sem dýr eru aðalsöguhetjur voru ekki teknar
með, þótt ýmislegt megi finna um þjóðfélag og stéttaskipt-
ingu þar. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að börn
sjái sig sjálf í uinhverfi dýra eða heimfæri sig upp á dýr,
hversu mannleg sem þau kunna að vera í sögunum. Auk
þess er erfitt að fella þessar sögur að rannsókn, sem bein-
ist meðal annars að því hvaða starf fyrirvinna barns hefur
með höndum, hvort hún er sjómaður, saumakona eða lækn-
ir.
Auk þessara meginhópa var þremur bókum í viðbót sleppt.
Ein reyndist vera litabók með dálitlum fræðslutexta.1)
Önnur var nær eingöngu barnaleikir.2 Sú þriðja var saga um
sögu, sagan um tilurð Kárabókanna eftir Stefán Júlíusson.3)
Þegar búið var að vinsa bækur úr á þann hátt sem að
t Haraldur A. Einarsson: Palli og Kalli við sjóinn. R. 1966.
2 Jón Kr. Isfeld: Kvöldstundir með Kötu frænku, Hafnarfirði 1967.
3 Stefán Júlíusson: Lítil saga um litla bók. R. 1970.