Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 63
61
— En stjúpmóðirin?
— Hún hefur ekkert vit á söng og ekkert gaman
af honum. Henni þykir aðeins vænt um kýmar.
(277, bls. 17)
Inn í þessa sögu blandast einnig afbrýðisemi föður Palla
vegna fyrrverandi eljara síns, sem vill styrkja Palla á alla
vegu. Vandi Palla vegna stjúpunnar er ekki tilfinnanlegur
og leysist endanlega, þegar hann fer að heiman í skóla,
kostaður af fyrmefndum gömlum unnusta móður sinnar.
Faðir Ásgeirs í Vetur í Vindheimum (283) virðist hafa
áhuga á að kvænast móður hans, en áhuginn sýnist vera
minni frá hennar hendi, eða hún lætur sem svo sé. Hann
giftist í lokin annarri konu og þau fara burt saman. Ásgeir
tekur það ekki nærri sér, og eftir standa þau mæðgin ein,
bæði búin að sigrast á vandamálum sinum.
í Kötlubókunum einum er skilnaður undanfari nýrra
hjónabanda (328—31). Foreldrar Kötlu em skilin, þegar
saga hennar hefst, og faðir hennar er kvæntur aftur. Katla
sér afar mikið eftir föður sínum, og móðir hennar er óham-
ingjusöm, uppstökk og viðkvæm, sem ekki gerir Kötlu
auðveldara fyrir. Vandi Kötlu er ennþá tilfinnanlegri fyr-
ir það, að henni er bannað að hitta föður sinn. Móðir
hennar giftist svo aftur, „ljótum, sköllóttum karh“ (330,
bls. 59), eins og Katla kemst að orði, og Katla er eins og
Hjalti dregin á fréttunum í lengstu lög. Enn sárara verð-
ur áfallið, þegar Katla kemst að því, að móðir hennar á
von á bami. Katla vex þó smám saman frá þessum vanda.
Henni lærist með tímanum að láta sér þykja vænt rnn
stjúpa sinn, þótt hann verði henni líklega aldrei eins kær
og faðir hennar.
Tvær helstu aukapersónumar í Kötlubókunum, Svala
og Bolli, em líka skilnaðarböm. Svala tekur því afar létt,
að því er virðist, og það gerir móðir hennar líka. Höfund-
ur sýnir með afstöðu og viðbrögðum þeirra mæðgna, hvem-
ig skilnaður getur líka verið. Bolla kynnist lesandi minna
en stúlkunum, hann virðist hafa tekið skilnað foreldra