Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 113
111
Árna strokupilts (267) er mesta fól, sem misbeitir valdi
sínu. Sýslumaður Ugla í 101 er stífur og þver, en verður
þó undir í lokin. Allt eru þetta einstaklingar, sem andúðin
beinist gegn, en ekki embættið eða valdið, sem þeir eru
fulltrúar fyrir.
1 sögunni Ríki betlarinn (253) tekur afi Brodda lögin
í sínar hendur, yfirheyrir afbrotamennina sjálfur og slepp-
ir þeim síðan. Líklega er fólgin í því gagnrýni af hans
hálfu á yfirvöld, en einkum þó fangelsisvist, sem hann
hefur ekki trú á, eins og áður hefur komið fram (8.1).
1 Tói á sjó (273) er lögreglunni ekki heldur tilkynnt um
afbrot, aðrir aðilar taka málin í sínar hendur. Óbein gagn-
rýni á yfirvöld kemur einnig fram í Tói strýkur með varð-
skipi (275), þegar varðskipið má ekki taka breskan togara
í landhelgi. Lýsingin á aðbúnaði munaðarleysingjans Öddu
í samnefndri sögu (301) er ljót, en ekki kemur fram í
sögunni að þetta sé samfélagsins sök. Sama er uppi á ten-
ingnum með pörupiltinn Óskar í sögunni Vaskir vinir
(280) eftir sömu höfunda og öddubækurnar, Jennu og
Hreiðar Stefánsson.
Beina gagnrýni á yfirvöld er að finna í þremur sögum. 1
tveimur þeirra, Útilegubörnin í Fannadal (117) og Sólrún
og sonur vitavarðarins (259), er ríkið sakað um að hlynna
að áfengisneyslu með vínsölu. Ádeilan er nokkuð hörð,
einkum í 117.
Þriðja sagan er f Krukkuborg eftir Odd Björnsson (223).
Þar er ádeilan mjög hvöss en að vísu dulbúin, því að hún
er sett fram í ævintýri. Yfirvöld eru þar afar óaðlaðandi,
einkum æðstaráðið, Trantur Truntuson. F.kki verða getur
leiddar að því hér, hvað Trantur á að tákna, en í lokin
færir Siggi, söguhetjan, sönnur á „að Trantur er ekkert
annað en tilhúningur, sem átti að hræða þegnana til hlýðni
. . . “ (223, bls. 35)
14.2 Eins og vænta mátti er hlýðni við yfirvöld sjálf-
sögð í íslenskum barnabókum og þau litt gagnrýnd. Þótt