Studia Islandica - 01.06.1976, Side 49
47
stétt. Aðalpersónur í Fremstur í flokki (213) búa í þröng-
um húsakynnum og fjölskyldan er baramörg. Glerbrotið
gerist í fátæklegu þorpi og leikföng baraanna eru ekki
ríkmannleg (218). Gvendur Jóns og félagar (219—20)
era líklega flestir sjómannasynir og þeir hafa lítil aura-
ráð. Það sama má segja um drengina í Suður heiðar (268).
Ef þessar bækur eru lagðar við þær 29, sem fjölluðu um
fólk úr 4. stétt, hækkar hlutfallstala þeirrar stéttar úr
tæpum 15% í 17.4%. Jafnframt breikkar biliðmilli drengja-
og stúlknabóka, því að það eru eingöngu drengjabækur,
sem bætast við (21.2% : 11.8%).
1 fáeinum sögum er engin nothæf viðmiðun, þegar
finna á stétt söguhetju. I Krukkuborg (223) gerist neðan-
sjávar og allt er ævintýri. 1 sögunni Pési prakkari (250)
koma börnin aldrei heim til sin. Rauði hatturinn og
krummi (252) er ævintýri, laust við alla veruleikamynd,
og sama má segja um söguna Dóra fer til Drauma-
lands (320), en þar eð söguhetja hennar fær rnikil verð-
laun í draumheimum fyrir bænahald má ætla, að heimili
hennar sé að minnsta kosti gott og kristilegt. Stjáni, sögu-
hetjan í Við skulum halda á Skaga (284), er ævintýra-
maður og stéttleysingi, og vandséð að nokkurs staðar sé
hægt að hola honum niður. Hann er á hraðri leið upp
mannvirðingastigann, en skortir bagalega béeði fé og mennt-
un þegar sagan gerist. Hins vegar á hann uppruna sinn í
4. stétt.
5.4 Söguhetjur eru af fleiri en einni stétt í 36 sögum,
þó nokkru oftar i drengjabókum (24%) en stúlknabókum
(15.7%). J>etta er þó óljóst og óöruggt í helmingi tilvika,
vegna þess að stéttar annarrar persónunnar er ekki getið.
Áður (5.1) var minnst á, að persónur úr 2. og 4. stétt
kæmu mjög við sögu í ævintýrum um persónur af 1. stétt,
Kóngsdótturinni fögru og Sögunni af Snæfríði prinsessu
°g Gylfa gæsasmala (108 og 111). I bæði skiptin eru það
persónur af lægri stigum, sem bjarga kóngsdætrum úr
prísund.