Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 53
51
munar fátækra og ríkra. Bent er á með berum orðum eða
skýrum myndum, hvemig munurinn kemur fram, og að
fátæktin og eymdin sé böl þeirra, sem við það búa. Sjaldan
er þetta áberandi í sögunum, en þær helstu verða nú tald-
ar upp.
Stundum er félagslegur munur sýndur þannig að litið
er niður á þann, sem minna má sín. 1 102 er dregin upp
mjög skýr mynd af kjörum Atla og Unu í sveitinni, en
þangað koma þau bæði ókunnug sama vorið. Bæði em þau
bláfátæk, Atli raunar heimilislaus, en býlið er stórbýli.
Þeim er báðum sýnd lítilsvirðing og harka, en einkum
er það Atli, sem lendir í árekstrum við nýja umhverfið.
1 sögimni Garðar og Glóblesi (215) er Garðari stritt á
því að hann er lausaleiksbarn þvottakonu. Kjör aukaper-
sónunnar Haralds í Mamma skilur allt (237) era skýrt
dregin upp. Hann er bráðvel gefinn drengur en lifir í ör-
birgð og er krypplingur að auki. Sárast svíður honum,
þegar honum er einum leitað lúsa í farskólanum og hon-
um er þannig sýnd meiri lítilsvirðing en Hjalta, sem þó
er af sömu þjóðfélagsstétt.
— Manstu fyrsta kvöldið, sem við vorum þar? Kerl-
ingin fór að leita mér lúsa. Hún skoðaði þig ekki, af
því að þú átt heima á ríku heimili. Heldurðu, að ég
hafi ekki skilið þetta, Hjalti? segir Haraldur.
(237, bls. 150)
Munurinn á söguhetjum Vaskra vina (280) er skýr, og
Óskar er niðurlægður, bæði af móður Sigurðar og strákun-
um í þorpinu, en herslumun virðist þó skorta á að félags-
leg afstaða sé tekin til þessa munar. Hann virðist eðlilegur
í sögunni.
Afleiðingar tvenns konar uppeldis koma vel í ljós á
þeim Hjalta og Ragnari sýslumannssyni í 255. Ragnar
er að vísu hálfgerður leiðindagaur í augum Hjalta, en
uppeldið hefur gert hann bæði réttsýnni og miklu frjáls-
ari en Hjalti getur nokkum tíma orðið, kúgaður af félags-
legri mismunun. 1 sömu sögu, Sögunni hans Hjalta litla,
L