Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 16
14
verða hér birt spjöld tveggja sagna. Sú fyrri er Börn eru
besta fólk eftir Stefán Jónsson, sem oft er vitnað til i rit-
gerðinni.
1. Böm eru besta fólk, Stefán Jónsson, 1961, 208. bókafl.
2. Ásgeir, 11—12 ára, pörupiltur sem segir söguna sjálf-
ur, greindur, fljótfær, skemmtilegur. Bekkjarsystkin
hans, Kristín, prúð og settleg, tvíburamir Davíð og
Þórður, fjörugir og hugmyndaríkir.
3. Sagan gerist mikið í skóla. Á. lendir í útistöðum við
kennara og félaga sína, hættir að sækja skólann og
kemst í kast við lögin. I lokin á að senda hann í sveit.
Sýnt hvernig drengur leiðist í vandræði. Þema alls
bókaflokksins er föðurleysi Á. sjá 6.
4. Borg, kjallaraíbúð í Reykjavík upp úr 1950. Afstaða til
borgarinnar er jákvæð, hún er skemmtilegur staður.
5. Á er lausaleiksbarn, býr hjá ömmu sinni og móður.
M. er skrifstofustúlka, ófaglærð, 3.—4. stétt, en fer að
stunda sjálfstæðan atvinnurekstur og flyst í 2. stétt.
K., D. og Þ. eru úr 2. st. Stéttamunur er rækilega tek-
inn til umræðu.
6. Á. virðir m. sína og elskar ömmu sina. Heimilislífið
er gott nema að því leyti að Á. þráir að vita hver faðir
hans er. M. hans neitar að segja honum það, og það
er undirrót allra vandræðanna.
7. Á. gengur vel í skóla. Hann ætlar að ganga mennta-
veginn.
8. Á. hefur samskipti við margt fullorðið fólk, einkum
kennara, sem eru misjafnir eins og gengur. Sighvatur
kaupmaður er uppstökkur en góðmenni, Árni óreiða,
þjófurinn, er mannlegur.
9. Kynhlutverk hefðbundin. M. Á. vinnur riti, en hún
er ógift. Hún er kvenréttindakona og sósíalisti og dug-
leg að koma sér áfram. Hiin hefur mörg hefðbundin
karlmannseinkenni í afstöðu sinni til Á. og uppeldis
hans.