Studia Islandica - 01.06.1976, Page 61
59
getur ekki tekið Rósu til sín. Vandi Rósu leysist ekki í sög-
unni, allt situr við það sama i sögulok.
Móðir Hjalta í sögu hans (255) er ekki heldur dáin,
en hún er einstæð móðir með tvö börn og fær ekki að hafa
nema annað þeirra með sér í vistinni, Dóru systur Hjalta,
sem er yngri en hann. Hjalti saknar móður sinnar mjög,
en í sögulok er vandi hans að leysast.
Vandi þess, sem foreldra eða foreldri missir, er þvi allt-
af leystin- á einhvem hátt, þegar aðalpersóna á í hlut.
Foreldrar missa bam i ævintýrinu Kóngsdóttirin fagra
(108), þegar kóngsdóttxn: er rænt. Móðirin saknar hennar
mim lengur en faðirinn. Ævintýrið endar vel, kóngsdóttur
er bjargað.
Óregla er næstalgengasta heimilisvandamálið, en það
er mun algengara hjá aukapersónum en aðalpersónum.
Sagan Útilegubömin í Fannadal (117) fjallar að meg-
inefni um vanda unglinganna vegna óreglu foreldra þeirra,
sem þeim tekst að leysa að lokum eftir harða baráttu. 1
sögunum rnn Emmu (340—41) er meginefnið einnig
óregla og eirðarleysi foreldranna. Loks veikist faðirinn í
utanferð eftir mikið fyllirí og er fluttur fársjúkur heim.
Eftir það breytist ástandið til batnaðar, og vondu félag-
arnir hætta að koma í heimsókn til foreldranna. Fleiri að-
alpersónur eiga ekki við áfengisvandamál að glima á heim-
ilum sínum.
Faðir aukapersónu í seinni sögmmi um Gauk (216)
drekkur og stundar illa störf sin. Drengnum er mikil raun
að þessu, en undir lokin fær faðirinn góða vinnu og vand-
inn leysist. Aukapersónan Magnús i sögunum um Steina
og Danna (262—3) er föðurlaus og er í sveit vegna
drykkjuskapar móður sinnar. Vandi hans virðist illleys-
anlegur, því að drengurinn er illa farinn. Móðir lítils drengs
í einni sögunni um önnu Heiðu (312) er drykkjusjúkling-
ur og drengurinn er á simiardvalarheimili. Hann kvíðir
fyrir að fara heim aftur, en þegar upp kemst um aðstæður
hans fær hann að vera áfram á sumardvalarheimilinu.