Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 99
97
11 STRlÐ OG ATVEYNULEY SI
11.0 Áratugurinn 1960—-70 var friðsamlegur í okkar
heimshluta, og stríð eru sjaldan nefnd í bókum, sem komu
fyrst út á þeim árum. Atvinnuleysi var ekki heldur til
baga á íslandi þann áratug yfirleitt, og það kemur því
helst fyrir í endurútgefnum bókum, eða nýjum bókum,
sem fjalla um horfinn tíma.
11.1 1 12 bókum er minnst á strið. Oftast er það í sög-
um, sem gerast að einhverju eða öllu leyti í útlöndum. Til
ævintýralanda (272) og Anna og Björg lenda i ævintýrum
(315) gerast báðar að hluta í Noregi, og í þeim er minnst
á hernám Noregs í heimsstyrjöldinni síðari. 1 Borgin við
sundið (207) kemst Nonni ekki til Frakklands frá Dan-
mörku vegna þess að Frakkland á í striði. 1 Leyndardómum
Lundeyja er minnst á heimsstyrjöldina síðari í sambandi
við eina aukapersónu, sem tók þátt í henni og náði sér
ekki eftir það (231). Þegar Gaukur og Hallur fara túr með
togara í 216, segir gamall sjómaður þeim svaðilfarasögu
frá stríðsárunum síðari.
Sárasjaldan er minnst á stríðsárin á Islandi í bamabók-
um þessa tímabils, eingöngu í Toddubókunum eftir Mar-
gréti Jónsdóttur (343—6), sem komu út fyrst á árunum
1951—55 og gerast ýmist í Danmörku eða á íslandi. 1 þeim
er stríðið veruleiki, sem menn óttast áður en það skellur
á og ræða meðan á því stendur.
— Ef það skyldi nú koma strið! Pabbi segir, að það
líði aldrei á löngu, þangað til að verði stríð, sagði Óli.
— Þá ættuð þið öll að koma til Islands, sagði Inga.
— Við skulum vona, að guð gefi, að ekki verði úr
stríði, sagði mamma, — og Danmörk verður áreið-
anlega hlutlaus.
— Það er ekki gott að segja, sagði pabbi. — Eng-
inn veit, hvemig fer í næsta stríði.
(343, bls. 89—90)