Studia Islandica - 01.06.1976, Side 78
76
Vegavinnumaðurinn, sem í sögulokin reynist vera galla-
gripur, fær þessa umsögn við kynningu: „Gvendur grall-
ari var oft latur og sveikst mn að vinna, ef hann gat . . .
Gvendur var líka sítalandi og átti stundum til að vera
hrekkjóttur . . .“ (234, bls. 44)
Glæpamennimir eru yfirleitt verstu þrjótar, sem ekki
láta sér segjast við neitt. Þó kemur fyrir að einn og einn
í hópnum iðrast, fyrir áhrif frá söguhetjum eða aðstand-
endum þeirra (203, 234, 270, 315). Einnig kemur fyrir,
að skýring er gefin á framferði mannanna. Bóndinn og
smyglarinn í Á flótta og flugi (201) fremur afbrot til að
fá fé til að yrkja betur jörðina sína. f Benni og Svenni
finna gullskipið (205) er æviferill bófanna rakinn og reynt
að skýra að nokkru, hvemig þeir lentu á villigötum. f lok
frásagnarinnar af glæpamönnunum segir lögreglumaður-
inn við feður söguhetjanna:
— Af því getum við lært tvennt. í fyrsta lagi, að í
hverjum manni býr bæði gott og illt. Það er svo
undir aðstæðmn og umhverfi komið, að nokkru leyti,
hvort verður endanlega ofan á. Og í öðm lagi að þó
að maður leiðist út á braut freistinga og afbrota, þá
býr hann ótrúlega lengi að því, sem foreldrar eða
góðir uppalendur hafa hrýnt fyrir honum ungum.
(205, bls. 143)
Nonni og Manni kynnast útilegumanninum Haraldi eða
Halldóri, sem olli dauða manns í ölæði. Hann fær góðan
dóm í sögunni (239). Þorgeir í Pési prakkari (250) stelur
peningum handa þvottakonunni til þess að hún geti látið
gera við þakið á húsinu sínu. Og Árni óreiða í Böm eru
besta fólk (208) er svo mannlegur, þótt hann sé hæði
smyglari, róni og sjálfsagt eitthvað fleira, að Ásgeiri dett-
ur í hug að í honum hafi hann fundið föður sinn.
En það eru undantekningar ef þrjótar eru réttlættir á
einhvem hátt í sögunum. Venjulega koma þeir fullsköpuð
illmenni inn í söguna, og því fyrr sem þeir komast bak við
lás og slá því betra. Afi Brodda í Leyniskjalinu (234) er