Studia Islandica - 01.06.1976, Side 122
120
Á skrá V er yfirlit yfir aldur höfunda og hvort þeir
gáfu út frumútgáfur eða endurútgefnar bækur — eða hvort-
tveggja — á tímabilinu.
Skrá V, aldur höfunda
Höfunriar fæddir frumiitg. endurútg.
fyrir 1890 1
1890—1899 3 4
1900—1909 16 3
1910—1919 7 4
1920—1929 9
1930—1939 11
1940—1949 2
alls 48 12
Það eru frumútgefnar bækur eftir 48 höfunda á tíma-
bilinu, endurútgefnar bækur eftir 12 höfunda, og 5 höf-
undar eiga því bæði frumútgáfur og endurútgáfur á tíma-
bihnu. Það eru þau Jenna og Hreiðar Stefánsson, Kári
Tryggvason, Stefán Jónsson og Stefán Júlíusson.
Elsti höfundurinn er Jón Sveinsson, Nonni, fæddur 1867.
Hann á eingöngu endurútgefnar bækur í athuguninni.
Yngstu höfundamir eru þau Rúna Gísladóttir, fædd 1940,
og Einar Þorgrímsson, fæddur 1949, en hann gaf út fyrstu
bók sína árið 1970. Langfjölmennasti hópurinn, sem gefur
út nýjar bækur á tímabilinu, er fæddur á fyrsta áratugi
aldarinnar, eins og fram kemur á skrá Y. Það er fólk,
sem er um sextugt að meðalaldri, þegar það skrifar bæk-
umar. Næstyngsti aldursflokkurinn, þeir sem em að með-
alaldri þrítugir á tímabilinu, skrifa næstflestar bækurn-
ar. Obbinn af bókunum er ritaður af fólki, sem er um
og yfir fimmtugt.
Á skrá VI er skipting höfunda í stéttir eftir atvinnu-
greinum, því fæstir stimda ritstörf eingöngu. Notuð var
sama flokkun í stéttir og beitt var á söguhetjur bamabók-