Studia Islandica - 01.06.1976, Síða 51
49
er orðin heilsulitil. Broddi er einum þremur árum yngri en
Daði en hefur að ýmsu leyti yiirhurði yfir hann, enda
er allt traust, sem að Brodda stendur.
1 109 eiga bömin á hóndabýlinu (3. stétt) nokkur sam-
skipti við flakkarana (5. stétt), en það er afar yfirborðs-
legt.
f sögunni Atli og Una (102) er það utangarðspilturinn
Atli (5. stétt), sem tekur Unu litlu (4. stétt) að sér. Hún
á fjölskyldu og heimili, en hún hefur aldrei farið að heim-
an fyi'r og er mjög öryggislaus án fjölskyldunnar. Atli
er hins vegar harðnaður af átökum við heiminn og er orð-
inn svo sjálfsöruggur að hann er aflögufær.
f einni sögu eru aðalsöguhetjur af þrem stéttum, 2., 3.
og 4. stétt. Það eru þær Dísa, skipstjóradóttir, Sigga, dóttir
stýrimannsins, og Dóra, dóttir háseta á skipi pabba Dísu,
í sögunni Þrjár tólf ára telpur eftir Stefán Júlíusson (347).
Engir árekstrar verða milli telpnanna, en söguþráðurinn
spinnst þó út frá þessum mun á aðstæðum þeirra. Faðir
Dóm hefur ekki efni á að senda dóttur sína í sumarbúðir
með Dísu og Siggu, og Sigga, sem er röggsömust þeirra,
skipuleggur skemmtun til fjáröflunar.
5.5 í um fimmtungi bókanna mátti sjá mismunun á
fólki eftir þjóðfélagsstöðu. Oftast var lítið gert úr þessum
mun, tæpt á ólikri aðstöðu fátækra og ríkra, en yfirleitt
ekki farið út í þjóðfélagslegar skilgreiningar eða gagnrýni.
Ríkur hjargar fátækum frá böli hans í nokkrum sögum.
Riku mennimir Palli og Pési taka fátæku hömin að sér
í 110. í bókunum um Gauk (216—217) bjarga ölmusur
hinna ríku fátæklingunum, og ríkir menn taka að sér
fátæk ungmenni í 278 og 348. Söguhetja 350 gefur fá-
tækri stúlku brúðu. í þessum sögum er notuð einstaklings-
lausnin. Hjálpin, sem veitt er, kemur aðeins einum eða
einni fjölskyldu til góða.
Ríkidæmi þykir líka betra í Strokupiltinum (267), þar
sem er að finna eftirfarandi hugleiðingar sveitadrengsins
Steina (3. stétt) um ríkispiltinn Áma (2. stétt):
4