Studia Islandica - 01.06.1976, Qupperneq 44
42
í 45 bókum. Alls búa þá söguhetjur úr 3. stétt í borg og
bæjum í 19 tilvikum.
Algengustu störf fyrirvinna 3. stéttar í bæjum eru smið-
ar. Trésmiðir, jámsmiðir og vélsmiðir koma samtals fyrir
í 14 sögum. Faðir Nonna er skrifari hjá amtmanni í 202,
en ekki kemur fram í sögunum hvenær hann deyr og á
hvers framfæri fjölskyldan er eftir það. Við utanförina
flyst Nonni í 2. stétt, eins og getið verður síðar (5.3).
Feður tveggja söguhetja eru vitaverðir (222, 261). Móðir
Öddu er hjúkrunarkona (301—7), en hún vinnur ekki að
staðaldri við hjúkrun nema í einni sögunni (304). Aðrar
starfsgreinar koma aðeins einu sinni fyrir hver, rafvirki,
lögregluþjónn, skipstjóri, stýrimaður, póstmeistari.
Gaman er að taka eftir því, að enginn kennari er hér
á meðal, þótt rösklega helmingur bamabókahöfundanna
sé eða hafi verið kennarar, eins og fram kemur betur í 16.1.
Að vísu má giska á að móðirin í 271 og faðirinn í 230 séu
kennarar, en það er aldrei sagt berum orðum og flokkast
því undir „óljóst“ á skrá IV.
Velmegun er ríkjandi í 3. stétt. í sveitinni em reisuleg
hús og myndarlegur búskapur. I þorpum, bæjum og borg
virðist fólk búa flest í einbýlishúsum, og um fjárhagsá-
hyggjur er sjaldan getið. Faðir Brodda er veikur í 232 og
það veldur nokkrum áhyggjum. Járasmiðurinn faðir Magga
í bókunum um Óla og Magga (241—6) er ekki ríkur
maður, en það veldur engum erfiðleikum, Maggi kemst
allra sinna ferða. Yfirleitt unir miðstéttarfólk glatt við sitt
í bamabókum.
Fulltrúar 4. stéttar, lágstéttarinnar, eru færri í barna-
bókum þessum en fulltrúar 2. og 3. stéttar, þótt þeir séu
fjölmennari í veruleikanum, að minnsta kosti mun fjöl-
mennari en fulltrúar 2. stéttar. Aðeins 14.9% helstu per-
sóna eru úr þessum hópi, töluvert fleiri hlutfallslega í
drengjabókum en stúlknabókum (16.8%:11.8%).
Álíka margar af þessum söguhetjum em í sveit og við
sjó. Fátækir kotbændur era forsjármenn söguhetja í átta