Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 32
30
— Hvað gerðu menn við alla þessa sauðamjólk?
— tJr henni var unnið smjör, skyr og ostar og geymt
til vetrar. Þá var minna um kaupstaðarmat en nú er.
— En báru lömbin sig ekki illa fyrst eftir fráfær-
umar?
— Þau veinuðu fyrsta sólarhringinn, þar til þau voru
orðin raddlaus. Það var oft sárt fyrir smalana að hlusta
á kveinstafi þeirra. (265, bls. 60)
Sömu minnin koma fyrir æ ofan í æ í sögum úr sveit,
þar sem allt gengur sinn árstíðabundna gang. Á vorin er
sauðburður, kúnum er hleypt út í fyrsta sinn eftir vetur-
inn og féð er rekið á fjall. Um sumarið er heyjað. Á
haustin eru göngur og réttir og síðan jól með tilheyrandi
kirkjuferðum og hátíðahaldi. Nokkur minni eru sérstak-
lega tengd börnunum. Þau fara til berja, byrja í farskólan-
mn, flýja undan mannýgu nauti, detta í læki og bjarga
lömbum frá bráðum háska. Gestakomur eru söguefni í
sveitasögum, og oft er gesturinn einkennilegur.
Það er bjart yfir þessum sögum, allir eru góðir við böm-
in. Flestar gerast þær að miklu leyti að vor- og sumarlagi,
og veður er yfirleitt gott.
Sem dæmi um þessar hefðbundnu sögur, þar sem eitt
eða fleiri af ofannefndum minnum koma fyrir, má telja
103, 106, 202, 206, 209, 227, 229, 239, 247, 260, 263,
267, 269, 302, 309, 317, 318, 319, 323, 324, 326, 339,
344, 350.
Nokkrar sveitasögur skera sig úr fjöldanum, þótt sömu
minnin komi þar ef til vill fyrir, með því að vera raun-
særri og breiðari lýsingar á lífi bama í sveit. Það er ekki
eins bjart yfir þeim og sögunum, sem taldar vom að fram-
an. Þær segja frá ósanngimi, vinnuhörku húsbænda við
hjú og lömbmn, sem ekki er bjargað frá hráðum háska.
Hér er einkum átt við Hjaltabækumar (237, 255) og Atla
og Unu (102), sem allar gerast á fyrstu tveimur áratugum
aldarinnar. 1 Atla og Unu kemst sveitin næst því að vera
vont umhverfi.