Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 123
121
anna (sjá 5.1). Miðað var við að flokka menn í þá stöðu
hæsta, sem þeir höfðu gegnt 1970, eftir því sem best var
vitað.
Skrá VI, staSa höfunda barnabókanna
2. stétt 15 höfundar eða 27.2%
3. stétt 39 höfundar eða 71.0%
4. stétt 1 höfundur eða 1.8%
alls 55 höfundar eða 100%
Það kom fram í 5.3 að um 50% söguhetja eru úr 3. stétt
í bókunum, ef líkleg vafatilvik eru talin með. Það er þvi
ekki undarlegt, að langflestir bamabókahöfundar tilheyxa
þeirri sömu stétt. 4. stétt var fátið i bamabókunum en þó
mun algengari þar en meðal höfundanna. Engir verka-
menn eða sjómenn skrifa barnabækur. 2. stétt er hins
vegar mun algengari meðal bamabókahöfunda en sögu-
hetja.
Flestir þeirra, sem teljast til 3. stéttar af höfundmn eru
eða hafa einhvern tima verið kennarar, alls 25 höfundar,
eða 45.4% af heildarfjöldanum. Af þeim 15, sem eru taldir
til 2. stéttar á skrá VI, eru 7 skólastjórar, tveir, sem bæði
hafa verið prestar og kennarar, tveir bókafulltrúar ríkisins,
sem einnig hafa verið kennarar, og einn kennari og náms-
stjóri. Alls eru þá 67.2% bamabókahöfunda tímabilsins
viðriðnir kennslu og skólamál, og þeir hafa samtals skrif-
að 127 af þessum 159 bókum eða um 80% þeirra.
Meðal þeirra höfimda, sem ekki em kennarar, kennir
ýmissa grasa í störfum og stöðum. Vísast um það til skrár
yfir höfunda aftan við ritgerðina. Eini höfundurinn, sem
talinn er til 4. stéttar á skrá VI, er Hjörtur Gíslason, en
hann var bifreiðastjóri.
Flestir höfundar barnabókanna búa i þéttbýli, borg og
bæjum, á tímabilinu, en í kafla 4.1 kom fram, að dreif-
býli, sveit og þorp, eru ráðandi umhverfi í bókum þeirra.
Einnig kom fram áðan, að ósamræmis gætir milli stétta