Studia Islandica - 01.06.1976, Qupperneq 120
118
rauðri, hávaxinni, drjúpandi digitalis purpurea, þótt-
ist ég vita, að hana gæti hún nýtt í lyf sitt digitalis.
Og kristpálmann, — ricinus conununis . . . myndi
hún ekki láta ónotaðan . . . (224, bls. 42)
Engin önnur bók á tímabilinu er jafnfræðileg og Jólaeyjan,
en fræðsla virðist vera markmið nokkurra annarra sagna
(213, 272, 285, 288, 321, 348).
Kristileg siðfræði og ádeila á áfengisneyslu er burðarás
nokkurra sagna, t. d. 259, 261, 277, 278, 290, 322, 340,
341.
Almennur siðaboðskapur er uppistaða í nokkrum sög-
um. Þær sögur eru í ætt við dæmisögurnar svonefndu,
dæmisögur Esóps og La Fontaines, sem stundum hafa ver-
ið nefndar fyrstu bamasögurnar. Þær helstu af þessu tagi
era Kóngsdóttirin fagra (108), Óskasteinninn hans Óla
(249) og Rauði hatturinn og krummi (252).
153 Fæstar urðu bækumar í b) flokki, flokki vekjandi
sagna. Þar voru settar 17 sögur, sem flestar hafa oft verið
nefndar liér að framan í sambandi við önnur atriði.
Þessar sögur vekja til umhugsunar tun býsna margvís-
leg málefni. Ævintýrið um Spak smið og Broshýra álfa-
mey, Af hverju er himinninn blár? (101) bendir á, að lög
og reglur geti verið ósanngjörn og til ills eins og einnig
að þeim megi breyta, ef allir leggjast á eitt. Bindindishug-
sjónin er svo samofin sögunni tJtilegubörnin í Fannadal
(117), að hún verður ekki predikun heldur driffjöður, sem
vekur til umhugsunar um rétt foreldra til að haga sér eins
og þeir vilja án tillits til bama sinna og umhverfis.
Bækur eins og Atli og Una (102), Börn eru besta fólk
(208), Börnin frá Víðigerði (209), Hjaltabækurnar (237,
255), Sumar í Sóltúni (269) og Vetur í Vindheimum
(283) vekja spumingar um rétt barna og þeirra, sem
minna mega sín í veröldinni. Sagan 1 Krakkuborg (223)
og Todda frá Blágarði (343) minna á veröldina í kringum
okkur, sýna okkur að heimurinn er stærri en sveitin eða