Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 95
93
. . . En þegar Jóhann er farinn . . . þá segir Palli.
— Það er engin von, að þú annir þessu, greyið.
Þetta er ægilegur þrældómur fyrir niu ára ham . . .
Við drekkum kaffið úti undir fjárhúsvegg . . .
— Jæja, segir Solveig, hvernig stendur strákur sig?
— Ojæja, svona og svona, segir Jóhann brosandi . . .
— Hefurðu ekki við? spyr Solveig og snýr sér til
mín.
— Nei, segi ég lágt og næstum með klökkva.
— Hvað er að heyra þetta? Þú ættir að vita, hvað
hann Steini, sem var hér í hitteðfyrra, var duglegur.
Menn eiga að vera duglegir að vinna, þá fyrst eru þeir
menn. (255, bls. 26—7)
Það kemur á daginn eins og hér er gefið í skyn, að Jó-
hann bóndi er fremur tilfinningasljór maður, sem lætur
stjórnast af konu sinni. Solveig kona hans er vinnuhörð
húsmóðir. Palli, vinnumaðurinn, er mestur í munninum,
þegar húsbændumir eru hvergi nálægir. Og Hjalti er
ósköp litill bógur enn sem komið er.
önnur störf og sjaldgæfari unnin í sveit eru helst gæsa-
smölun (111), gæsla æðarvarps (201, 245, 265, 323),
bjargsig (265), svarðartaka (257), vinna á harnaheimili
í sveit (312) og vinna í sumarbúðum (342).
Oftast eru lýsingar á þessum störfum fáorðar og óljósar,
lítil áhersla lögð á þær. Undantekningar eru lýsingar á
æðarvarpi og gæslu þess í Á flótta og flugi (201) og Óli
og Maggi í ræningjahöndum (245) og lýsing Ástu á störf-
um sínum í sumarbúðunum í Bandaríkjunum (342). 1
þeim þremur sögum fær lesandi töluvert mikið að vita um
störf söguhetjunnar, hvemig þau eru og til hvers.
I nokkrum sögum vinnur fólk utan mannabyggða á
landi. Söguhetjur starfa þá við brúargerð (216) og vega-
vinnu (234, 253), sem hestasveinar ferðamanna (221)
eða leiðsögumenn (284), hjálpa feðrum sínum við vita-
vörslu (222, 261). Kári eldar handa föður sínum meðan
hann reisir skála (228). Ámi dreifir áburði yfir öræfin