Studia Islandica - 01.06.1976, Side 14
12
flokkiun iir því að hann var til á annað borð. En það voru
einkum sögur eins og Dagný og Doddi eftir Herselíu
Sveinsdóttur, Gunnar og Hjördís í höndum eiturlyfjasala
eftir Jón Kr. Isfeld, Ingi og Edda leysa vandann eftir Þóri
S. Guðbergsson og Útilegubömin í Fannadal eftir Guð-
mund G. Hagalin, sem gerðu þennan flokk nauðsynlegan.
Þegar búið var að skipta bókunum þannig í þrennt, var
þeim raðað upp í stafrófsröð eftir titlum og þær tölusettar.
Tölur sem byrja á 1 (101, 102, 103 o. s. frv.) eiga við
blandaðar bækur, bækur um aðalpersónur af báðum kynj-
um. Tölur sem byrja á 2 (201, 202 o. s. frv.) eiga við
bækur þar sem aðalpersónan er drengur eða drengir. Og
tölur sem byrja á 3 (301, 302 o. s. frv.) eiga við sögur
þar sem aðalsöguhetja er stúlka eða stúlkur.
Að þessu loknu varð Ijóst, að í 1. hópnmn voru 17 sögur,
í 2. bópnum var 91 saga og í 3. hópnum var 51 saga.
Drengjasögur eru þannig langflestar og gerir það allan
samanburð flókinn. Það verður að reikna út hlutfallstölu,
þegar nákvæmur samanburður þykir nauðsynlegur.
Þess má geta, að Kari Skjonsberg rak sig á þennan
sama vanda í athugun sinni á barnabókum, sem stundum er
vitnað til í þessari ritgerð.1) Hiin leysti málið á þann
hátt, að hún athugaði stólknabækur frá fleiri áram en
drengjabækur, og fékk þannig út nærri jafna tölu. Rann-
sókn hennar nær yfir stúlknabækur frá fjórum áram,
1957, 1958, 1959 og 1961, en drengjabækur aðeins frá
tveim árum, 1957 og 1961. Þessa leið hefði mátt fara hér
og sleppa drengjabókum nokkurra ára til að jafna bilið.
Þó hefði það að líkindum gert árangurinn óljósari og óáreið-
anlegri, og hlutfallsreikningurinn sýndist því betra ráð,
þótt hann væri seinlegri, þegar að úrvinnslu kom. Þess
má og geta, að í þessari athugun er ekki lögð eins mikil
áhersla á mun á stúlkna- og drengjabókum og í ritgerð
1 Skjfjnsbeig, Kari: Kjannsioller, milj0 og sosial lagdeling i bame-
litteraturen, Oslo 1972, bls. 49. Hér eftir verður vitnað til þessarar
bókar i textanum sjálfum undir nafninu Skjonsberg.