Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 129
127
Despite the growing need for all children — both in
the dominant middle class and the disadvantaged —
to gain a better understanding of and sympathy for
cultural diversity and for the real-life problems of
themselves and others, the average children’s reader
still presents a world that is largely unrelated to the
real needs and experiences of children (not only
children with special problems, but all flesh-and-hlood
children).
Höfundar bókanna forðast flestir raunveruleikann, hlaupa
frá nútimamnn, neita að skilja hann og fyrirgefa honum
og börnum hans, og geta því hvorugu lýst á sannferðugan
hátt. Þeir hafa fordóma gagnvart sínum tima og sérkenn-
um hans.
Slíkar bækur, sem nú var farið svo hörðum orðum um,
eru ekki vel fallnar til þess að gera börnum auðveldara
lífið í þeirri veröld, sem þeim stendur ein til boða. Sem
betur fer eru lofsverðar undantekningar frá reglunni, þótt
þær séu alltof fáar, og skulu að lokum taldir þeir rithöf-
undar helstir, sem taka böm og unglinga alvarlega sem
lesendur á timahilinu. Þeir em Stefán Jónsson, Ragnheiður
Jónsdóttir, Guðmundur G. Hagalin, Oddur Bjömsson, Mar-
grét Jónsdóttir, Stefán Júlíusson, Óskar Aðalsteinn, Magnea
frá Kleifum, Gunnar M. Magnúss og Ölafur Jóhann Sig-
urðsson.