Studia Islandica - 01.06.1976, Page 19
17
burðir byggjast að einhverju leyti hver á öðrum (æ). Sög-
umar geta náð yfir eitt til tvö ár (Kárabækumar, 226—8,
Enrmubækumar, 340—41) eða tíu til tuttugu ár, bernsku-
og unglingsár söguhetjunnar (Nonnabækumar, 202, 207,
239, 260, bækumar um Óttar, 278 og 290, öddubækumar,
301—7, Toddubækumar, 343—6).
Þessar sögur segja frá lifi söguhetju í réttri timaröð,
einkum er lögð áhersla á mikla viðburði, en á persónunni
sjálfri verður ekki áberandi þróun. Hins vegar verður
stundum skyndileg breyting á persónum, þær voru slæm-
ar en breytast til batnaðar mjög sviplega, án undanfarandi
þróunar. Dæmi um þetta er Gaukur í bókum Hannesar J.
Magnússonar (216—17).
Langminnsti hópurinn (9 bækur) eru sögur, sem nefna
mætti þroskasögur (þ). Þær fylgja persónu sinni á ákveðnu
timabili í því skyni að sýna á henni ákveðna breytingu,
þróun. Þá skipta atburðir ekki meginmáli, heldur áhrifin
sem þeir hafa á persónumar. Hér ræður ákveðið þema
ferðinni fremur en atburðarás eða æviferill. 1 þessari gerð
bókaflokka nýtast kostir þess til fulls að gefa sér rúm í
mörgum bókum til að segja frá söguhetjum.
Þrir sagnaflokkar á tímabilinu teljast til þessa hóps.
Hjaltabækur Stefáns Jónssonar (237, 255 og Hjalti kem-
ur heim, utan rannsóknarinnar) em þroskasaga ungs
drengs við erfiðar þjóðfélagslegar aðstæður. Hann verður
ungur að skilja við móður sína, og þegar hann hefur nýlega
heimt hana að nýju, giftist hún og glatast honum aftur
um skeið. Eftir erfitt tilfinningastríð sættist Hjalti við
móður sína og stjúpa, og getur að lokum sagt við sjálfan
sig: „Það er svo gott að vera kominn heim“.t) Hjalti er
kominn til manns.
Bækumar um Ásgeir Hansen eftir Stefán Jónsson (208,
269, 283) fjalla um það meðal annars hvemig drengur
kemst yfir þann tilfinningalega vanda að vera föðurlaus.
1 Stefán Jónsson: Hjalti kemur heim, R. 1951, bls. 283.
2