Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 125
123
og drengimir verið sjómannasjmir. En í sögunni kemur
fátt eða ekkert fram um störf foreldra sögulietjanna. Hjört-
ur Gíslason, sá eini sem telst fullorðinn til 4. stéttar og á
að líkindum einnig uppruna sinn í þeirri stétt, skrifar um
bamaböm fátæks kotbónda og son þvottakonu í smáþorpi
(256—7, 204 og 215). Feður söguhetja Ragnars A. Þor-
steinssonar í Röskir strákar og ráðsnjallir (254) em sjó-
menn, sem stunda svolítinn landbúnað. Faðir Ragnars var
sjómaður og verkamaður. Hjalti Stefáns Jónssonar (237,
255) er sonur vinnukonu eins og Stefán sjálfur, og bent
hefur verið á að margt er sameiginlegt með bernsku Hjalta
og Stefáns.1) Faðir Kára Stefáns Júlíussonar (226—8)
er verkamaður eins og faðir höfundar. 1 öðrum bókum
þessara tveggja síðastnefndu höfunda flytja söguhetjur í
2. stétt, en bafa samkennd með 4. stétt. Óskar Aðalsteinn
var verkamannssonur og það er Högni einnig (222). Faðir
Högna verður svo vitavörður, eins og höfundur raunar
sjálfur, og flyst úr 4. í 3. stétt. Allir þessir höfundar nota
líklega bemsku sina sem efnivið í sögur sínar.
Þeir þrír höfundar í viðbót, sem eiga uppruna sinn í
4. stétt, skrifa um aðrar stéttir. Alli Nalli Vilborgar Dag-
bjartsdóttur er líklega sonur kennara (271) og þvi í 3.
stétt, en faðir Vilborgar var sjómaður. Aðalsöguhetjur
þeirra Jennu og Hreiðars eru alltaf úr 2. stétt á tímabil-
inu, börn lækna, kaupmanna og forstjóra (235, 280, 301,
302, 303, 304, 305, 306, 307, 316, 340, 341). Faðir Jennu
var bóndi og kennari, en faðir Hreiðars var verkamaður.
Yfirleitt virðast því íslenskir bamabókahöfundar bundn-
ir bemsku sinni og fara ekki langt út fyrir umbverfi henn-
ar, tíma og stétt til að leita efnisfanga. Afleiðingin verður
sú, að barnabækur þessar em ekki nema að litlu leyti nú-
tímasögur skrifaðar fyrir nútímaböm.
1 Signrborg HiLmarsdóttir: Um Hjaltabækumar eftir Stefán Jóns-
son, Mimir 16 (1970), bls. 28.