Studia Islandica - 01.06.1976, Side 87
85
strákarnir segja, aS strákarnir í Austurbænum séu ekkert
betri en stelpur, sem eru alltaf að víngsa fram og aftur
með tuskudúkkur, bía þeim og segja að þær séu voðalega
sætar.“ (bls. 7) 1 247 segir: „Tvær stelpuskjátur stungu
saman nefjum og flissuðu . . . “ (bls. 75—6) Og á húsi
litla drengsins í 281 eru sérstakar „kallamannadyr“ (bls. 9).
1 ótrúlega mörgum drengjasögum koma stúlkur alls ekki
fyrir (t. d. 205, 209, 211, 213, 215, 217, 221, 230, 240,
242, 244, 245, 257, 268, 275, 280, 286, 288, 289). Aðeins
í rúmum þriðjungi drengjabóka er stúlka meðal helstu
persóna. Til samanburðar skal tekið fram, að drengir eru
meðal aðalpersóna í nær öllum stúlknabókum. Drengi vant-
ar í stúlknabækur, sem fjalla um aðeins eina persónu eða
gerast í einangruðu umhverfi (321, 325, 332—8, 351).
Strákum er sýnt miklu meira umburðarlyndi í stúlknabók-
rnn en stúlkum í drengjabókum.
Þó að stúlkur séu aðalsöguhetjur í stúlknabókum, er
hlutverkaskiptingin einnig hefðbundin þar. Þær eru veik-
ari aðilinn, sem þarf einhvern sterkari sér við hlið. Þeim
dettur ekki í hug að stofna athafnasöm félög án liðstyrks
strákanna, eins og drengirnir gera í Suður heiðar (268)
og Týndur á öræfum (277) án þess að minnast á að kven-
fólk geti fengið að vera með. Stúlkurnar í Skemmtilegir
skóladagar (339) sitja að vísu á leynifundum, en þær eru
ekki með áætlanir á prjónunum um að frelsa heiminn eins
og drengirnir:
Sannleikurinn er þó sá, að leyndarmálin eru harla
léttvæg og reyndar alls ekki nein. En það er gaman
að gera eitthvað, sem enginn má vita, enda þótt það
sé í raun og veru harla smávægilegt.
Stundum eru þetta einskonar málfundir, spurn-
ingaþættir eða eitthvert merkjamál. Stundum eru
stúlkurnar að lesa eða syngja ný lög, sem Kidda kenn-
ir þeim. (349, bls. 33—4)
Duglegar stúlkur koma þó fyrir í nokkrum bókum, þar
sem þær eru duglegri en strákarnir eða jafnokar þeirra